AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1994, Side 53

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1994, Side 53
Stefna PÓSTS OG SÍMA við hönnnun og mótun umhverfis í sambandi við mannvirkjagerð Mannvirkjagerð hvers konar hefur mjög áhrif á allt umhverfi okkar og er því mikilvægt að vel sé staðið að framkvæmdum. í umræðu um þessi mál er oftast átt við áhrif á ytra umhverfi eða hið sýnilega umhverfi. En einnig má tala um hið innra umhverfi og vissulega hefur Póstur og sími áhrif á það umhverfi sem lýtur að tæknilegri nýsköpun og lífsgæðum með nýjungum í fjarskiptum og búnaði fyrir útsendingar Ijósvakamiðla. Þegar rætt er um það fyrrnefnda má skipta mannvirkjum Pósts og síma í þrjá meginflokka: HÚSBYGGINGAR - LÍNUR - LOFTNET OG MÖSTUR Húsbyggingar Pósts og síma eru dreifðar um allt land. Afgreiðsluhús eru á nánast öllum þéttbýlis- stöðum og á síðustu áratugum hafa verið reist yfir eitt hundrað og fimmtíu tækjahús vegna breyttrar fjarskiptaþjónustu og dreifingar sjónvarpsefnis um landið. Mörg þessara tækjahúsa eru fyrir búnað þar sem sjónlínu milli staða er krafist og er því óhjá- kvæmilegt að velja þeim stað á fjallatoppum eða hæðum þar sem þau verða nokkuð áberandi. Mikil áhersla hefur ætíð verið lögð á að koma í veg fyrir að þau yrðu til lýta í umhverfi sínu. Lítil eða engin efna- mengunarhætta fylgir starfsemi fyrirtækisins. Þó eru á stöku stað olíuknúnar vararafstöðvar og er þar reynt að hafa olíugeyma eins litla og frekast er kostur og þeim komið fyrir í vökvaheldum þróm sem taka við olíunni ef bilun verður í geymunum. Símalínur voru hér áður fyrr nokkuð áberandi í landslaginu. Þróunin hefur orðið sú að hagkvæmara er að grafa línur og strengi í jörðu og því eru nánast 51 ÞORGEIR K. ÞORGEIRSSON

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.