AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1994, Side 57

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1994, Side 57
 hvalveiðistöð í HVALFIRÐI hinni ianghliö plansins eru minni byggingar. Þær hýsa ýmiss konar aðstöðu fyrir starfsmenn plans og verk- smiðju, þar sem eru t.d. búningsherbergi, kaffistofa og hnífageymsla. Þarna er einnig rannsóknarstofan. Þar er vinnuaðstaða fyrir u.þ.b. 8 vísindamenn svo og sérstakar geymslur fyrir sýni þeirra. Þessi hús standa með tveggja metra millibili meðfram planinu, þ.e. nálægð hamarsins er aukin fyrir þá sem þar vinna. Lengra uppi í hlíðinni, nær þjóðveginum er aðstaða fyrir ferðamenn, sem vilja sjá og fræðast um starfsemi staðarins og dýrin sem þar eru skorin. Göngubrú tengir þetta hús planinu svo gestir geta fylgst náið með öllu því sem fram fer, allt frá því að bátur leggst að bryggju og þar til skurði er lokið. Það sem mér þótti mikilvægast við lausn þessa verkefnis var að afstaða og vægi bygginganna væri í samræmi við þá starfsemi, sem í þeim væri, og að það væri auðvelt að skilja það ferli sem þar færi fram. Einnig staðsetning bygginganna í landinu og aðkoma frá hafi. ■ 55

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.