AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1994, Side 60

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1994, Side 60
Talning á gangandi vegfarendum. ferliá Laugaveginum. Gangandi vegfarendur voru flestir um hádegisbil og á milli kl. þrjú og fjögur. Flestir voru gangandi vegfarendur á miövikudeginum, föstudeginum og laugardeginum, en fæstir á fimmtu- deginum. Veður gæti haft þar áhrif, því þann dag var hellirigning. Alla dagana sem taliö var fækkaöi gangandi vegfarendum eftir kl. fjögur eöa fimm á daginn. Þessar niöurstööur gefa vísbendingar um umferð gangandi fólks á talningarstöðum en til þess aö fá raunhæfari niöurstöður þyrfti aö telja oftar og á mismunandi árstímum til þess að fá samanburð. EINKENNI, FERÐAMÁTI, TÍÐNI FERÐA OG ERINDI GANGANDI VEGFARENDA Könnun á einkennum vegfarenda, þ.e. aldri, kyni og búsetu þeirra, ferðamáta, tíöni feröa og erindum þeirra í Miöbæ Reykjavíkur var gerö dagana 6., 10. og 12. ágúst 1993. Spurt var á tímabilinu milli kl. 10:00-16:00 á fjórum stööum í miöbænum, þeim sömu og þar sem gangandi vegfarendur voru taldir. Vegfarendur voru valdir af handahófi og náðist alls í 523 manns, 219 karla og 304 konur. Aöeins 16 ára og eldri voru spurðir. Þeim sem svöruðu var raðað í sex aldursflokka og búseta þeirra flokkuö eftir skipt- ingu í borgarhluta samkvæmt hverfaskipulagi. þeir sem bjuggu í miöbænum sjálfum voru settir í einn flokk sem og íbúar í nágrannasveitarfélögum og eins þeir sem bjuggu utan höfuðborgarsvæöisins. Feröa- máti var flokkaður eftir því hvort vegfarendur höföu komiö meö bíl, strætisvagni, leigubíl, hjólandi eða gangandi og tíöni feröa eftir því á hvaöa árstíma þeir komu í miðbæinn eöa hve oft. Erindi vegfarenda voru flokkuö eftir búsetu þeirra og skipt í átta megin- flokka. Hvort þeir sæktu vinnu í miðbænum, opin- bera þjónustu, banka, kaffihús eöa veitingastaði, byggju þar, versluðu, væru að skoöa sig um eöa út- rétta ýmis erindi. Þegar spurt var um erindi voru svarendur beönir um aö merkja viö algengustu ástæöuna fyrir því aö þeir komu í miðbæinn, þá næst algengustu og svo koll af kolli. Áberandi flestir þeirra 523 gangandi vegfarenda, sem könnunin náöi til, bjuggu á svæöinu innan Hring- brautar og Snorrabrautar en hlutfallslega fæstir í Ár- bæjarhverfum. Hlutfallslega flestir þeirra sem spurðir voru höföu komið til miðbæjarins með bíl. Áberandi flestir komu einu sinni á dag til miðbæjarins en fæstir einu sinni í mánuöi eöa sjaldnar. Rúmlega helmingur svarenda nefndiverslun sem algengustu ástæöuna fyrir því aö þeir voru á ferli í miðbænum, um 40% aö þeir voru að fara í banka eöa sinna viðskiptaerindum, álíka hlutfall aö þeir byggju á svæöinu og rúmlega einn þriöji að þeir sæktu þangað vinnu. Áberandi lítið hlutfall þeirra sem könnunin náöi til sótti opinbera þjónustu í miðbæinn. FARÞEGAR Á SKEMMTIFERÐASKIPUM Farþegar tveggja skemmtiferöaskipa sem lögöust aö Miöbakka í júli voru taldir til þess aö kanna hve margir eyddu deginum eöa hluta úr deginum í borginni. Taldir voru þeir farþegar sem gengu frá boröi og um borð og fóru ekki beint í rútu eöa komu ekki beint úr rútu. Talið var á tímabilinu 8.45 - 17.45 og var þaö alveg frá því landgangur var settur niður og þar til hann var dreginn upp. Niöurstaöan var aö langflestir þeirra sem komu með umræddum skemmtiferðaskipum fóru beint frá borði í rútu til eins- eöa hálfsdagsferða utan Reykjavíkur. VIÐHORF GANGANDI VEGFARENDA TIL MIÐ- BÆJARINS Könnunin á viöhorfum gangandi vegfarenda til mið- bæjarins fór fram 17. ágúst 1993 milli kl. 10:00 og Ferðir og erindi.___________________________ Einkenni, ferðamáti, tíðni ferða og erindi ® Mun hærra hlutall í yngri aldursflokkum 5 Áberandi flestir bjuggu í Gamla bænum ° Hlutfallslega fæstir bjuggu í Árbænum ® Um 40% komu með bíl, um 25% með strætisvagni c Flestir komu einu sinni á dag, ' Verslun algengasta erindið * Áberandi fáir að sækja opinbera þjónustu Borgarsklpulag Regkjovfkur 58

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.