AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1994, Side 79

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1994, Side 79
Ekki er lengur talið nóg að hægt sé að draga menn til ábyrgðar. þeir verða að sanna að þeir hafi uppfyllt kröfurnar. Á myndinni sést að verkkaupar (byggingaraðilar eins og húsnæðisnefndir o.fl.), þurfa að koma á gæða- stjórnun hjá sér, jafnvel skjalfestum gæðakerfum um Kröfur - sönnun aðila í framkvæmd. leið og þeir fara að krefjast gæðatryggingar af hönnuðum og verktökum. Þeir þurfa að tryggja að þeir þættir sem áhrif hafa á gæði byggingarinnar og eru á þeirra áhrifasviði séu í lagi. þetta geta þeir t.d. gert með því að: ■ Skilgreina skýrar gæðakröfur til verksins. ■ Koma á ákveðnu skipulagi ábyrgðar og ákvarð- anatöku. ■ Tryggja skráningu á þeim þáttum sem snerta samskipti við verktaka og hönnuði. ■ Tryggja upplýsingaferli milli verkkaupa, verktaka og hönnuða. ■ Tryggja að ákvarðanir, hönnun, efni sem verkkaupi leggur til o.s.frv. komi á réttum og umsömdum tíma þegar að framkvæmdum kemur. Um þessa upptalningu geta menn líklega verið sam- mála og einnig að hún sé ekki tæmandi. þegar hún er skoðuð sést að hér eru talin upp atriði sem eru hluti af ÍST ISO 9001 gæðastaðlinum. BREYTING Á VINNUBRÖGÐUM VERK- KAUPANS 1. Verkkaupinn krefst gæðatryggingar af hendi hönnuðar og verktaka. Krafan um gæðatryggingu er í sjálfu sér aðeins krafa um það að sett verði á blað sú aðferð og verklag sem góðir hönnuðir og verktakar hafa ástundað fram að þessu. Þeir setji fram skriflega yfirlýsingu um skipulagningu góðra vinnubragða við framkvæmdina. Þetta er kallað að leggja fram gæðatryggingu. Þeir staðfesti góð vinnubrögð með því að skrá sam- tímaheimildir sem sanni að eftir lofuðum vinnubrögð- um hafi verið farið. 2. Verkefnisyfirferð er skipulögð í upphafi verks. Gefnir verða 15 dagar til að Ijúka henni. í stórum dráttum felst hún í því að verktaki og hönnuðir ásamt verkkaupa hittast á fundi þar sem farið er yfir verkið. Rædd eru þau atriði sem aðilarnir hafa fundið (niður- staða rýni) að líkleg séu til að valda vandræðum seinna í verkinu eða að hugsanlega séu til betri eða ódýrari lausnir á. Verkefnisyfirferðin breytir ekki réttarstöðu aðilanna nema um það sé samið. For- sendur verkefnisyfirferðar eru: Ákvæði um sameiginlega yfirferð (samræmingu) verktaka og hönnuða í útboðsgögnum. Hönnunargögn liggja fyrir og verktaki hefur verið valinn. Undirbúningur hönnuða og verktaka fyrir verkefnis- yfirferðina. 3. Eftirlit verkkaupa breytist yfir í það að verða eftirlit með því hvort gæðakerfi verktakans sé virkt fremur en að vera að skoða verkið sjálft. Verkkaupinn verður að skoða skráningu verktakans til að fullvissa sig um að kerfið sé virkt. Menn velta því fyrir sér hvernig hægt sé að fylgja kröfunni um gæðatryggingu eftir. Áður hefur verið fjallað um þátt ábyrgðarinnar í því. Einnig er hægt að nota forval til að velja þá verktaka sem reitt geta fram lýsingu á gæðakerfi sínu. Þegar til kastanna 77

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.