AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1994, Qupperneq 88
GEIRHARÐUR ÞORSTEINSSON ARKITEKT
SKIPULAG UTAN ÞÉTTBÝUS
útdráttur úr minnisblaöi Skipulags ríkisins 1994
Samkvæmt skipulagslögum eru öll
sveitarfélög skipulagsskyld. Stefnt er að
því ennfremur að byggja engin mann-
virki nema samkvæmt skipulagi.
Nú er skipulag ekki fyrir hendi alls staðar, en í lögum
eru ákvæði um hvernig skuli farið með byggingarmál
þar til skipulagt hefur verið.
Skipulag og byggingarmál eru yfirleitt í mótuðum far-
vegi í þéttbýli. Utan þéttbýlis eru þessi mál mjög mis-
jafnlegaá vegi stödd. Utan þéttbýlis er bæði um íbúð-
ir og atvinnuhúsnæði að ræða en langmest aukning
er í sumarbústaðabyggð.
Mikil sókn í sumarbústaðabyggð hefur víða valdið
því að framkvæmdir hafa farið framúr undirbúningi
og skipulagningu. Þetta verður mjög tilfinnanlegt
þegar byggt er á viðkvæmu landi eða uppbygging
fer fram án samræmingar á milli nýrrar og eldri
byggðar. Skipulagsyfirvöld sjá því fram á að gera
þurfi átak í þessum efnum.
Fyrsta skrefið í átaki til úrbóta er að setja fram mark-
mið. Annað skref er að benda á leiðir til að ná þeim
markmiðum.
Markmið sem Skipulag ríkisins setur fram eru annars
vegar tengd þeirri grundvallarhugmynd að landið í
heild sinni sé sameign íslenskra borgara og menn
beri sameiginlega ábyrgð á meðferð þess og hins
vegar því viðhorfi að æskilegt sé að gefa sem flestum
kost á að njóta lands og náttúru í frítíma sínum í sem
bestu samræmi við áhuga og efnahag.
MARKMIÐ
I Nytjun lands, í frítíma, til búsetu eða í atvinnuskyni,
skal ávallt mótast af heildarsýn.
II Mannvirki skal að jafnaði fella að náttúru landsins.
III Hvetja skal til fjölbreytni og listrænna tilþrifa í mót-
un frístundabyggðar.
IV Nýjum orlofs- og sumarbústaðahverfumverði að
jafnaði stefnt þangað sem veitur og þjónusta eru fyrir
hendi, s.s. vegir, vatn, frárennsli og rafmagn eða
verslun og öryggisþjónusta.
V Stefntverði aðþvíað sumarbústaðir verði einungis
byggðir samkvæmt samþykktu deiliskipulagi og í
samræmi við svæðis- eða aðalskipulag.
VI Stuðlað skal að fullnægjandi samningum milli land-
eigenda og sumarbústaðaeigenda þar sem réttur
og skyldur beggja aðila eru skilgreind.
LEIÐIR
Fjölbreytni: Til þess að auka fjölbreytni þarf að gefa
kost á ýmsum íbúðarformum; þar koma til sumarbú-
staðir í einkaeign af ýmsum stærðum, orlofsbústaðir
í smáhúsum eða raðhúsum og skálum, og hjólhýsi
eða húsvagnar. Fjölbreytni tengist mjög þeim við-
fangsefnum sem í boði eru í grennd við frístunda-
byggð Skapa þarf meiri sveigjanleika í reglugerðar-
ákvæðum sem margir deila á í dag. Það varðar eink-
um lóðarstærðir, húsastærðir og húsform. Margar
ákvarðanir í þessum efnum mættu færast út í hérað.
Sú dreifing valds þyrfti að byggjast á skipulagningu
og vönduðum skipulagsgögnum. Gera þarf bæði
Ósnortið land, töfraheimur!...á að friða?.... eða treysta því að eigendur sjái sjálfir hvílík spjöll þaö væru aö byggja þar?