AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1997, Page 48

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1997, Page 48
sveitarfélögum stjórnsýsluvaldið í hendur. Þess- vegna hefur félagsmálaráðherra hlaupið undir bagga með þessari slæmu hugmynd og lagði í vor fram á Alþingi frumvarp um breytingu á sveitar- stjórnarlögunum. Þar segir að gengið skuli „út frá því að staðarmörk sveitarfélaga sem liggja að mið- hálendi íslands verði framlengd inn til landsins. Sama gildir um staðarmörk sveitarfélaga á jökl- um.“ Sú stefna sem í þessu frumvarpi er mörkuð gengur í fyrsta lagi þvert á ríkisstjórnarfrumvarp um þjóðlendur sem einnig var lagt fram á síðasta þingi. Má slík málsmeðferð furðu sæta. í öðru lagi gengur þetta frumvarp þvert á almanna- hagsmuni landsmanna. Vitanlega á að lýsa því yf- ir með löggjöf og í stjórnarskrá að Miðhálendið sé sameign íslensku þjóðarinnar, ekki síður en fiskur- inn í sjónum. Það á síðan að varðveita hin ósnort- nu víðerni í sem mestum mæli og gera þar þjóð- garða sem stærstir yrðu í Evrópu. Þá fyrst yrði þessi önnur mesta auðlind íslands tryggð um alla framtíð. Miðhálendið er um 40% af öllu íslandi. Það segir sína sögu um mikilvægi þessa máls, en bendir jafnframt til þess að saman geti farið verndun og skynsamleg landnýting í þágu virkjunar þeirra vatnsfalla sem þar er að finna. En slíkt mun aldrei gerast ef stjórnsýsla þessa víðfeðma svæðis er ekki á einni hendi heldur 40, þar sem deilt verður um alla hluti innbyrðis. Hætt er við að skynsamleg landnýtingarsjónarmið og náttúruvernd lyti þar í lægra haldi. ÞJÓÐLENDUR OG EIN YFIRSTJÓRN En hvað er þá til ráða um framtíðarskipan Miðhá- lendisins sem gerir ísland öðru fremur að ein- stæðu landi meðal þjóða heims? Svo þarf að skipa málum að Miðhálendið allt lúti einni stjórn hvað öll stjórnsýslumálefni snertir svo tryggt sé að hægri höndin viti hvað sú vinstri gerir og heildarhags- munir allra landsmanna séu í heiðri hafðir í allri framtíðarnýtingu þess. Er hér ekki síst átt við sam- ræmi það sem þarf að ná milli náttúruverndarsjón- armiða og beislunar vatnsfallanna í þágu stóriðju í framtíðinni. Þar er hvert spor vandstigið og rangar ákvarðanir gætu valdið óbærilegu tjóni um aldir. Svo vel vill til að lausnin á framtíðarskipan þessara mála hefur þegar séð dagsins Ijós. Á síðasta Al- þingi lagði ríkisstjórnin fram frumvarp til laga um þjóðlendur. Kjarni þess er sá að þar er íslenska rík- ið lýst eigandi lands og hvers konar landsréttinda og hlunninda í þjóðlendum sem ekki eru háð einkaeignarrétti. Þjóðlenda er í frumvarpinu skil- greind sem landsvæði utan eignarlanda þó að ein- staklingar eða lögaðilar kunni að eiga þar takmörk- uð eignarréttindi. Með frumvarpinu fellur því eignarréttur á Miðhá- lendinu til ríkisins nema aðrir eigi þar sannanlega rétt og því fylgir að meginstjórnsýsluhafinn verður aðeins einn, þ.e. forsætisráðuneytið. En jafnframt er þar gert ráð fyrir því að sveitarfélögin komi einn- ig inn í myndina og þurfi bráðabirgðaleyfi þeirra til nýtingar lands og landsréttinda innan þjóðlendn- anna. í greinargerð frumvarpsins er þetta nánar skýrt svo að til er lagt að forræði á ráðstöfun lands og lands- gæða innan þjóðlendna verði skipt milli forsætis- ráðherra og sveitarfélaganna. Hér er fylgt þeirri stefnu að ekki sé ástæða til þess að forsætisráð- herra þurfi að koma að veitingu leyfa til skamm- tímaráðstöfunar á landi svo sem eitt sumar, heldur eigi að vera nægjanlegt að fá í því tilviki leyfi við- komandi sveitarstjórnar enda gert ráð fyrir því að forsætisráðherra setji á grundvelli 2. mgr. 4. gr. al- mennar reglur um veitingu slíkra leyfa. Auk þessa er gert ráð fyrir að þjóðlendurnar verði undir eftirliti byggingar- og skipulagsyfirvalda sem taka til landsins alls. VERNDUN OG SKYNSAMLEG LANDNÝTING Ekki þarf að fara í grafgötur um það að hér er kom- in miklu ásættanlegri lausn framtíðarmála miðhá- lendisins en sú að fá alla stjórnsýslu þess í hendur nokkrum sveitarfélögum. Segja má að hér sé um mjög skynsamlega málamiðlun að ræða milli sjón- armiðanna tveggja: Forsætisráðuneytið fer með alla yfirstjórn og setur reglur um nýtingu og vernd- un auðlinda Miðhálendisins en jafnframt fá hin staðbundnu yfirvöld, sveitarfélögin, heimild til skammtímaráðstöfunar lands í samræmi við hinar almennu reglur. Með þessu fyrirkomulagi ætti að vera tryggt að mikill meirihluti þjóðarinnar sem ekki býr í „hálend- issveitarfélögunum" njóti þar jafns réttar og heima- menn. En mestu máli skiptir vitanlega að sem fyrst verði settar skynsamlegar reglur um landnýtingu á mið- hálendinu og verndun auðlinda þess, m.a. gegn ágangi búfjár. Þess vegna ættu allir þeir sem nátt- úruvernd láta sig varða að skila athugasemdum við tillögur samvinnunefndarinnar um Miðhálendið til Skipulags ríkisins áður en fresturinn rennur út 10. desember. ■ 46

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.