AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1998, Page 17

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1998, Page 17
núna. Dagskráin sjálf mun segja til um stefnuna og áherslurnar og fyrr en hún liggur fyrir er ekki hægt aö segja þaö beinlínis. Ég vil þó segja að við mun- um leggja mikla áherslu á fjölbreytni, en viö mun- um jafnframt velja úr verkefnum. Núna erum við eingöngu að safna hugmyndum og verkefnum. Við munum ekki „pródúsera" mikið sjálf, heldur komum við að málum og styðjum og styrkjum og reynum að opna möguleika á fjármögnun bæði frá okkur og gegnum sjóði og ýmislegt annað. Á þessu stigi erum við að safna hugmyndum - eins skemmtileg- um, óvenjulegum og vel unnum og fólk frekast get- ur látið frá sér fara. Ég vil ekki beinlínis þrengja þetta á þessu stigi, en við gerum ráð fyrir að á þessu ári verði allar afdrifaríkustu ákvarðanirnar teknar. Seinni hluta ársins verður dagskráin til að verulegu leyti. Það verða ekki skilyrtir peningar í þessu hvorki milli listgreina, stofnana eða annarra. Það verður reynt að hafa þetta fjölbreytilegt og op- ið og við hvetjum fólk til að senda okkur hugmynd- ir. Svo eru líka mörg áhugaverð verkefni sem ver- ið er að vinna að sameiginlega af menningarborg- unum níu eins og t.d. saga siglinga og fiskveiða í Norður-Atlantshafi, trúarbragðasaga og kortagerð þessara borga frá upphafi, svo eitthvað sé nefnt. í sjónvarpsþætti nýverið kom það fram að það eru talsvert skiptar skoðanir meðal íslendinga um það hvernig æskilegt sé að verja opinberu fé til lista. Hefur eitthvað verið rætt um æski- legar áherslur í þessu sambandi hjá ykkur - t.d. hvað varðar séríslenska list eða alþjóðlega list - alþýðulist eða svokallaða hámenningu? Ég held að í okkar fámenni hér á íslandi þá verði að vera í þessu almennir þættir sem höfða til alls þorra almennings. Einnig listviðburðir sem þú sérð ekki á hverjum degi. Að þeim munum við vinna fyrst og fremst í samvinnu við Listahátíð, einkum þegar um er að ræða erlenda menningarviðburði. Flestar okkar helstu menningarstofnanir eiga stórafmæli um þetta leyti og við komum víða að þeim hátíðahöldum. Við höfum mikla möguleika á kynningu á landi og viðburðum erlendis og nafn menningarborgarinnar á að vera gæðastimpill og ímyndarbót. Að vissu leyti erum við rammi utan um árið og við munum að sjálfsögðu leggja áherslu á að styðja við og styrkja innlenda list, en þó ekki hvað sem er. Við munum velja eftir því sem okkur sýnist fýsilegt og þá fyrst og fremst reynum við að koma á framfæri því sem er ekki hér á hverjum degi. Við munum frekar reyna að velja fá verkefni og gera þau vel heldur en dreifa einhverjum smá- aurum út um allar trissur. Nú eru margir aðilar hér á íslandi sem hafa á undanförnum árum og jafnvel áratugum gert sér væntingar um einstakar framkvæmdir á þessu sviði sem ekki hafa orðið að veruleika. Hér nægir að nefna Tónlistarhús og Listahá- skóla. Hefur verið tekin einhver afstaða til þannig framkvæmda sem gætu tengst þessu menningarári, þar sem bæði ríki og sveitarfé- lög út um allt land taka þátt í þessu með Reykjavíkurborg? Ekki að öðru leyti en því að það er auðvitað Ijóst að ef við höfum ekki tónlistarhús árið 2000 þá rýrir UM VERKEFNIÐ OG MEGINFORSENDUR ÞESS Lagt fram á fundi með stjórn og heiðursráði 26. janú- ar 1998. 1) Verkefnið á að taka til allra meginþátta í verkleg- um, fræðilegum og siðferðilegum efnum ekki síður en listrænum. Menning er hér skilin sem viðleitni til að bæta mannlífið og berjast gegn því sem spillir líf- inu. - Spurningin er þessi: Hvað getum við gert til að auka og efla menningu íslendinga í alla staði? 2) Verkefnið á ekki einungis að varða íbúa á höfuð- borgarsvæðinu heldur landsmenn alla. Þetta stafar af eðli Reykjavíkur sem höfuðborgar landsins og nauðsyn þess að styrkja tengsl hennar við lands- byggðina og menningu þjóðarinnar í heild. 3) Verkefnið á að miða að því að samhæfa krafta þeirra mörgu og ólíku hópa sem sinna menn- ingarmálum og vilja láta gott af sér leiða og taka virk- an þátt í hátíðahöldum og viðburðum árið 2000. 4) Stjórnin lítur á það sem meginhlutverk sitt að hvetja einstaklinga, félög, stofnanir og fyrirtæki til að vinna að bættri menningu og leitast við að virkja þessa aðila og styrkja til að skapa betra umhverfi og menningaraðstæður í landinu. 5) Stjórnin hyggst sjálf standa fyrir nokkrum við- burðum á árinu 2000 í samstarfi við aðra og vanda sérstaklega til þeirra, en ekki dreifa kröftum sínum að mörgum smáum atburðum. 6) Stjórnin hyggst ekki gera fyrirætlanir sínar opin- berar í neinum smáatriðum fyrr en hún hefur undir- búið nákvæmlega hvernig þeim verður komið í fram- kvæmd samkvæmt skipulegri dagskrá og á tryggum fjárhagslegum forsendum. ■ Páll Skúlason. 15

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.