AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1998, Side 11

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1998, Side 11
G E S T U R O A O N Hannað umhverfi í þéttbýli, myndar nú umgjörð um daglegt líf lang-flestra íslendinga. Ljósm: sav. Aþessari öld hefur ísland breyst úr því að vera eitt strjálbýlasta land álfunnar í að vera fyrst og fremst þéttbýlissamfélag. Hlut- fallslega fleiri búa nú í þéttbýli á íslandi en í flestum þjóðlöndum Evrópu. Á hverju ári, undanfarin ár, hafa líka hátt í tvö þúsund manns flutt utan af landi í þéttbýlið á höfuðborgarsvæðinu. Á þessari öld höfum við einnig orðið sjálf- stæð þjóð og þurft að axla alla þá ábyrgð sem því fylgir. Þessum miklu breytingum og hinu nýja hlutverki íslendinga hafa óneitanlega fylgt vaxtarverkir, því við höf- um á einni mannsævi þurft að tileinka okkur þéttbýlismenningu sem margar aðrar menn- ingarþjóðir hafa haft árþúsundir til þess að mynda. Á síðustu árum höfum við líka farið að velta því fyrir okkur hvernig við gætum tileinkað okkur vistvæna, sjálfbæra lifnaðarhætti og hafa land- slagsarkitektar ekki síst verið talsmenn þeirra hugmynda. Ekki hafa íslendingar alltaf tekið tveimur höndum nýjum hugmyndum þeirra sem hafa lært hönnun, skipulag og umhverfismótun í menntastofnunum erlendis. Ennþá skortir t.d. mikið á að samvinna þeirra sérfræðinga sem koma að mannvirkjagerð, skipulagi og umhverfismótun sé sem skyldi. Enn- þá reyna einstök þekkingarsvið alltof oft að „gína yfir“ ákveðnum verkum og útiloka þannig framlag annarra fræðigreina sem þó gætu oft stuðlað að mun farsælli framkvæmd en ella. Mannvirkjagerð, hvar sem hún er á landinu, er ekkert einkamál viðkomandi framkvæmdaaðila, heldur varðar hún okkur öll. Þetta þurfa m.a. stjórnmálamenn að gera sér fulla grein fyrir. Ennþá finnst samt mörgum brjóstvitið best. Ennþá finnst mörgum tryggast að leita beint til erlendra aðila til þess að reyna að ráða fram úr okkar um- hverfis- og skipulagsmálum og ennþá hæla menn sér jafnvel af því í fjölmiðlum ef þeir hafa „sloppið við að láta hanna“ opinberar framkvæmdir. Hvað sem því líður þá er það engu að síður staðreynd að íslenskar umhverfismótandi stéttir geta í dag kennt öðrum þjóðum margt sem lýtur að því að búa til gott umhverfi á norðlægum slóðum. Á þeirri tæplega hálfu öld sem íslenskir landslags- arkitektar hafa unnið íslandi og íslendingum hefur sérgrein þeirra náð að skjóta hér traustum rótum og menn eru að gera sér betur og betur grein fyrir því hvers virði þekking þeirra er. Á 20 ára afmæli Félags íslenskra landslagsarkitekta óska aðstand- endur avs þeim alls hins besta um ókomin ár. Þeir ráða nú þegar yfir mikilli þekkingu sem getur nýst okkur vel við að gera ísland ennþá byggilegra en það er og daglegt líf okkar allra bæði skjólbetra, fegurra og skemmtilegra. ■ 9

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.