AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1998, Page 20

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1998, Page 20
GUÐMUNDUR RAFN SIGURÐSSON , LANDSLAGSARKITEKT LAÐNIR r Vatnsfjöröur, Isafjaröarpr. Breiöavík, Baröastrandarpr. Möðruvellir í Hörgárdal, Eyjafjarðarpr. A vaö er það sem gerir kirkjugarð fail- egan og skapar um leið þann virðu- leika og frið sem yfir slíkum stað á að hvíla ? Það geta verið ýmsir þættir en eitt af því sem skikptir mjög miklu máli er umgjörð kirkju- garðsins. Fyrr á öldum þegar kirkjugarðar voru afmarkaðir var notast við þau byggingarefni sem nærtækust voru þ.e.a.s. torf og grjót. Með tilkomu nýrra girðingarefna eins og t.d. vírnets, gaddavírs og steinsteypu minnkaði áhugi á að halda við hlöðnum görðum og víða hurfu þeir alveg og þá um leið þekkingin á að byggja þá. Var þetta orðið svo slæmt að sumir héldu því fram að “síðasti hleðslumaðurinn” væri kominn undir græna torfu. Sem betur fer varð sú ekki raunin því nú eru all- margir sem hafa tileinkað sér þá kunnáttu sem þarf til að geta hlaðið fallega og trausta veggi úr torfi og grjóti. í lögum um kirkjugarða stendur m.a. „að kirkju- garðar skuli girtir traustri girðingu." Þegar girða þarf kirkjugarð skal leita um það tillagna skipu- lagsnefndar kirkjugarða. Sem framkvæmdastjóri nefndarinnar hefur undirritaður lagt áherslu á að við stækkun og/eða endurnýjun girðingar umhverf- Skarð, Rangárvallapr. 18

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.