AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1998, Blaðsíða 25
einnig upp sinn garö en hús þessara frumherja eru
enn í fullri notkun beggja vegna Grasagarðsins.
Laugardalsgarðurinn svonefndi, með grasagarði
og ræktunarstöð Reykjavíkurborgar, var byggð
ur upp í og umhverfis gróðrarstöðina eft
ir teikningum Hafliða Jónssonar garð-
yrkjustjóra. Og var á sínum tíma einn
stærsti garður í Borginni, um 2.2 ha að
flatarmáli. Um 25 ha. af flatarmáli dals-
ins var ráðstafað fyrir íþróttir með
Laugardalsvelli og Laugardalshöll sem
miðstöð íþróttastarfsemi í borginni. t
Síðan hafa bætst við nokkrir æfinga-
vellir sem afhentir hafa verið íþrótta-
félaginu Þrótti.
í Laugardal voru fyrr á tímum allmörg
smábýli. Árið 1986 var dalurinn því nán-
ast ein túnbreiða sundurskorin af skurðum og
girðingum ef frá er talið Laugardalsgarðurinn og
umhverfi íþróttasvæða og tjaldsvæðis. Aðeins tvö
smábýli með nokkrum búskap voru eftir í ábúð,
Laugarból við Þvottalaugaveg og Reykjaborg við
Múlaveg. Þessi býli eru nú bæði niðurlögð.
Þvottalaugarnar í Laugardal eiga sér aldalanga
sögu, en talið er að nafnið Reykjavík megi rekja til
reyksins frá hverum í Laugardal. Fyrstu jarðbor-
anir á íslandi voru framkvæmdar við Þvottalaug-
arnar árið 1755. Áriöl930 var gerð tilraun með
lagningu hitaveitu frá Þvottalaugunum, undanfara
Hitaveitu Reykjavíkur. Ekki má heldur gleyma
þvottaþrónum sem enn standa og notaðar voru
langt fram á þessa öld. Sögu þvottalauganna eru
gerð góð skil í Borgargarðinum. í Aðalskipulagi
Reykjavíkur 1962-83 er Laugardalnum ráðstafað
sem grænu svæði að undanskildri spildu
meðfram Suðurlandsbraut sem ráðstafað
er fyrir opinberar byggingar. Svo hefur
verið allar götur síðan nema hvað nú er
svæði meðfram Suðurlandsbraut ráðstaf-
að fyrir blandaða notkun, þ.e.a.s. útivist og
eða, opinberar byggingar.
Á meðan ekki liggja fyrir grundaðar tillögur
um nýtingu svæða, hefur græni liturinn í
aðalskipulagi sýnt sig að vera ófullkomin
trygging svæðanna. Þannig var unnin till-
aga að skipulagi íbúðarbyggðar í sunnan-
verðum dalnum um 1980, sú tillaga náði
þó ekki fram að ganga en hinsvegar var
nokkru síðar ráðist í gerð deiliskipulags
fyrir dalinn í heild sinni. Deiliskipulagið var
samþykkt árið 1986. Skipulagið var unnið á
Teiknistofu
Reynis Vilhjálms-
sonar í samráði við
Borgarskipulag, garðyrkju-
stjóra og hin ýmsu ráð Reykja-
víkurborgar og þá sem málið varð-
ar.
Skipulagið miðar að því að flétta saman núverandi
athafnir og nýjar í eina heild.
Meðal markmiða var:
1. Að auka ræktun í dalnum á þann hátt að dalur-
inn yrði einn samhangandi og gróðursæll garður.
2. Að áhersla væri lögð á að gera Laugardalinn
Tjaldstæðið í Laugardal.
23