AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1998, Qupperneq 26

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1998, Qupperneq 26
áhugaverðan fyrir alla fjölskylduna með því að höfða til allra aldurshópa með nýjum tilboðum og þar með að efla aðdráttarafl Laugardalsins sem miðstöðvar útilífs og tómstundaathafna í borginni. Fyrsta skref í framkvæmd hugmyndarinnar var að opna gönguleiðir inn í garðinn og tengja garðinn betur aðliggjandi hverfum og opna gönguleið á milli Valbjarnarvallar og Gervigrasvallar. Hafist handa með að deiliskipuleggja hin ýmsu svæði og stofnað til víðtæktrar trjáræktar. Eins og að var stefnt, hefur á þessum stutta tíma, sem liðinn er, tekist að flétta hin ýmsu útivistarsvæði í Laugar- dalnum saman í einn samhangandi, gróðri vafinn og lifandi borgargarð, sem er í stöðugri uppbygg- ingu og þróun. Hrygglengja garðsins er mynduð af aspartrjágöngum sem ná frá íþróttasvæðum í norðri að fjölskyldugarði í suðri. Trjágöngin fylgja í meigindráttum legu hins gamla Þvottalaugavegar. Á torgi við Fjölskyldugarðinn beygir stígurinn í átt að lóð sem ennþá er eyrnamerkt tónlistarhöll, en eins og menn vafalaust muna, liggur fyrir 1. verð- launa tillaga að byggingunni eftir Guðmund Jóns- son arkitekt. Til beggja hliða við trjágöngin eru hin ýmsu svæði af margvíslegum toga, svo sem íþróttasvæði með Laugardalsvelli og Valbjarnar- velli auk gervigrasvallar, æfingavalla og skautahal- lar. Þá koma Þvottalaugarnar, Grasagarðurinn í Reykjavík, almenningsgarðar, Fjölskyldu- og Hús- dýragarðurinn. Lengra til hliðar er Laugardalslaug, tjaldsvæði, Gróðrarstöð Reykjavíkurborgar og íþróttamiðstöð svo að það helsta sé upp talið. Gerð skipulags er sjaldnast eins manns verk held- ur er byggt á fyrri aðgerðum á svæðinu og hug- myndum margra aðila sem hver fyrir sig leggur nokkuð af mörkum. Margir koma við skipulags- sögu Laugardalsins. Hér er bæði um að ræða stjórnmálamenn og ráðamenn á hverjum tíma, hinar ýmsu stofnanir borgarinnar auk allra þeirra arkitekta og verkfræðinga sem unnið hafa að hinum ýmsu afmörkuðu verkefnum, félög og fólk sem hafa átt sinn vettvang á svæðinu. Þá ætti einnig að nefna garðyrkjumenn og aðra iðnaðar- menn sem unnið hafa að uppbyggingu Laugar- dalsins. Ég verð á þessum vettvangi að takmarka mig við að nefna þá helstu arkitekta og landslagsarkitekta sem koma við sögu og vona að engum sé gleymt. í heiðursskyni tel ég fyrstan arkitektinn og íþrótta- frömuðinn Gísla Halldórsson. Gísli Halldórsson arkitekt og Teiknistofan Ár- múla hf. Laugardalsvöllur.-Valbjarnarvöllur-Gervigras- völlur- íþróttahöll - íþrótttamiðstöð- Skautasvell og búningsherbergi. Halldór Guðmundsson arkitekt Yfirbygging yfir skautasvell. Einar Sveinsson arkitekt Sundlaugarmannvirki. Jes Einar Þorsteinsson arkitekt Búningsklefar við sundlaug. Gumundur Kr. Guðmundsson og Ólafur Sigurðsson, Arkþing sf. Byggingar í Fjölskyldu- og Húsdýragarði. Manfreð Vilhjálmsson arkitekt Hús Tennis- og Badmintonfélagsins-Tjaldmiðstöð. Pálmar Kristmundsson arkitekt Félagsheimili Þróttar í byggingu við gervigrasvöll- Húsnæðisstofnun ríkisins - Heimili fyrir fjölfötluð börn við Holtaveg. Geirharður Þorsteinsson arkitekt Farfuglaheimilið við Sundlaugarveg. Jón Þór Þorvaldsson og Björn Hallsson arkitektar KFUM félagsheimili við Sunnuveg. Þórólfur Jónsson landslagsarkitekt Fjölskyldugarður- Garðyrkjustjóri Reykjavíkurborgar Viðbót við Grasagarð - Almenningsvæði norðan við ræktunarstöð. Kolbrún Oddsdóttir landslagsarkitekt FÍLA Umhverfi við Þvottalaugar - Innréttingar og gróður í gróðurskála. Reynir Vilhjálmsson og starfsfólk á teiknistofu Heildarskipulag Laugardalsins 1986 - Húsdýra- garður. Landslagsarkitektar RV/ÞH sf. Tjaldstæði í Laugardal og umhverfi tjaldmiðstöðv- ar-umhverfi Laugardalslaugar - Hverfi íþróttamið- stöðvar- Bílastæði, stígakerfi og umhverfi á milli hinna einstöku svæða. ■ 24
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.