AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1998, Side 40

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1998, Side 40
Hellumynstrið á sjálfu torginu sækir fyrirmynd sína til keltneskra kirkjukrossa og gólfa - eins og þau tíðkuðust kringum árið þúsund þegar Leifur hepp- ni sigldi vestur um haf - og hefur verið spunnið og fléttað með náttúrusteini í einskonar dregil eða ás sem nær frá kirkju að Skólavörðustíg. Út frá dregl- inum myndar hellu- og steinalögnin krossa með reglulegu millibili sem ná yfir alla sporöskjuna. Líkneski Stirlings Calders af Leifi Eiríkssyni situr í miðjum ásnum að kirkjunni og rís hátt, enda hefur náttúrusteinninn verið mótaður líkt og stefni á skipi undir stöplinum. Aflíðandi halli er frá gatnamótum Njarðargötu og Skólavörðustígs heim að kirkju- dyrum. Bætir það mjög sjónlínur til kirkjunnar, t.d. neðst af Skólavörðustíg, sem er ein þekktasta ásýnd hennar. Til að leggja enn frekari áherslu á þungamiðju sporöskjunnar og flæði umferðar að kirkjunni er Frakkastígur tengdur inn á framsvæði kirkjunnar með óbeinum hætti í formi lágs stoðveggjar úr tilhöggnum grásteini, er fylgir stefnu götunnar og sveigist í átt að sporöskjunni. Ein mikilvægasta forsenda skipulagsins fólst í því að reyna að endurheimta sjálft Skólavörðuholtið: hreinsað var ofan af gömlu ísaldarklöppunum, sem grafnar hafa verið undir þykku lagi af möl og mold í tvær kynslóðir. í ákveðnum tilvikum ganga klappirnar inn á sporöskjuna, þar sem svo háttar, og eru nú ein af höfuðprýði þessa svæðis. NÆSTU SKREF Hér hefur í stuttu máli verið gerð grein fyrir nokkr- um meginþáttum skipulags Skólavörðuholts og þeim áföngum sem nú er lokið. Næstu áfangar framkvæmda á Skólavörðuholti munu felast í frágangi svæðanna beggja vegna kirkjuskipsins. Þar mun m.a. mótaður lítill sóknar- garður, sem tengjast mun safnaðarstarfi Hall- grímskirkju. Þessum sóknargarði er ætlað að vera kyrrlátt athvarf þar sem einna skjólbest er á svæðinu; vettvangur fjölbreyttra athafna á góðu dægri og þá ekki síst kirkjulegra. Garðurinn yrði umlukinn gróðurveggjum og dregur dám af klaust- urgörðum miðaldakirkna. Að auki verður gengið frá skipulögðum bílastæðum fyrir svæðið í bland við gróður og göngustíga. Loks verður hugað að 38

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.