Feykir


Feykir - 06.04.2022, Síða 3

Feykir - 06.04.2022, Síða 3
14/2022 3 Nú eru fermingar að hefjast og kannski einhverjar nú þegar afstaðnar. Ég fór að velta því fyrir mér hvort og þá hvað gæti hafa breyst í fermingarundirbúningi frá því ég sjálfur fermdist, árið 1981. Þó ekki séu liðin nema 40 ár frá þeim degi þá hafa heilmiklar, eða líklega má segja gríðarlega miklar, framfarir orðið í tækni og vísindum sem gjörbreytt hafa lífsskilyrðum og lifnaðarháttum á margan hátt. Tæknibylting þessi hefur auðveldað okkur margvísleg störf, lagt einhver niður og einnig búið til ný. Upp- lýsingatæknin gerir okkur kleift að nálgast hvers kyns úrlausnir á sekúndubroti í gegnum Alnetið og afþreyingu er hægt að sækja hvert sem er um hvað sem er. Erum við þá ekki að tala um hið fullkomna líf? Ég sé svona í fljótu bragði ekki neinar stórar breytingar í hinum dæmigerða fermingarundirbúningi eða -athöfnum þjóð- kirkjunnar, hvar ég fermdist og fermdi mínar dætur. Allt gengur þetta út á að læra grunnstefið í kristninni og ganga á guðs vegum. En ýmislegt hefur breyst í þjóðfélaginu, fólk er upplýstara og tekur ákvarðanir út frá því eðlilega. Margir telja sig ekki eiga samleið með Þjóðkirkjunni eða Jesú Kristi sem þó helg- aði sig því að fólk, þar með talin börn, hefðu það þokkalegt og nytu þeirra mannréttinda sem kostur var á á þeim tíma. Þetta finnst mér mikilvægur þáttur í samfélagi okkar hvar sem er í heiminum. Ég var spurður að því um daginn hvort ég héldi að ég myndi láta ferma mig ef ég væri á þeim aldri í dag. Ég þurfti ekki að hugsa mig lengi um, já, ég myndi gera það. Ekki endilega vegna guðstrúar, því ég er ekkert svo trúaður, held- ur hitt að kristið samfélag hentar mínum lífsskoðunum. Ég trúi á ófullkomleika mannsins og mátt bænarinnar til að koma mér í gegnum daglegt amstur og halda mér innan marka hins mjóa stígs sem flestir vilja feta í gegnum lífið. Ef ég villist af leið vil ég vera viss um að ég fái að ganga hann á ný án refsingar einhvers almættis en með vinsamlegum leiðbeiningum um betri hegðun sem væntanlega skapar betri líðan. Og talandi um betri líðan er ég ekki viss um að börnum, eða fólki almennt, líði neitt betur í dag en fyrir 40 árum þó manni finnist að svo ætti að vera með allri tækninni, af- þreyingunni og upplýsingunum sem við höfum aðgang að í dag. Hvernig skyldi standa á því? Ég óska öllum fermingarbörnum til hamingju með áfang- ann, hvort sem þau eru að staðfesta skírn sína í Þjóðkirkjuna, til annarra trúfélaga eða utan þeirra. Megi framtíðin verða ykkur gjöful og hamingjurík og munið að rækta lífið á heil- brigðan hátt. Góðar stundir. Páll Friðriksson ritstjóri LEIÐARI Til hamingju fermingarbörn Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842 Blaðamenn: Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is Sigríður Garðarsdóttir, siggag@nyprent.is Klara Björk Stefánsdóttir, klara@nyprent.is Prófarkalestur: Fríða Eyjólfsdóttir Forsíðumynd: Elvar Már Jóhannsson Fyrirsæta: Grafarkirkja. Auglýsingastjóri: Sigríður Garðarsdóttir, siggag@nyprent.is Áskriftarverð: 649 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 795 kr. m.vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Þeim áfanga var náð á dögunum í Héraðsskjalasafni Skagfirðinga að allar ljósmyndir sem voru í eigu Feykis hafa verið skráðar. Að sögn Sveins Sigfússonar, starfsmanns safnsins, voru þær rétt um fimm þúsund talsins og tók verkið vel á annað ár. „Þetta eru myndir sem komu frá Þórhalli Ásmunds- syni, fyrrverandi ritstjóra, og eru frá upphafi útkomu Feykis 1981 til aldamóta,“ útskýrir Sveinn. Hann segir einstaka myndir hafa verið merktar en annars fór hann inn á Tímarit. is og reyndi að finna í hvaða blaði myndirnar birtust til að sjá hverjir voru á myndunum og hvert tilefnið var. „Þó maður þekki einhvern, hús eða annað, þá langar mann til þess að komast að því af hvaða tilefni myndin væri í Fimm þúsund myndir skrásettar Gamlar Feykismyndir á Héraðsskjalasafni Skagfirðinga Mynd: Sveinn Sigfússon við skrifborðið sitt en hann hafði veg og vanda að skrásetningu Feykismyndanna. MYND: PF blaðinu. Skráningin gekk í fáum orðum út á þetta.“ Einhverjar myndir voru einnig í safninu sem ekki birtust í blaðinu og segir Sveinn að töluvert hafi vantað upp á það að ná öllu. Hann segir að meiningin sé að myndirnar verði gerðar að- gengilegar á netinu síðar. Sveinn segir verkefnið hafa verið skemmtilegt. „Já, það er mjög gaman að grúska í gömlum myndum og líka hvað maður var fljótur að kveikja í fólki sem maður taldi að vissi eitthvað um mynd- irnar og áhuginn hjá því vaknaði.“ Þar sem þessu verkefni er lokið bíður það næsta og segir Sveinn horfa til safnsins hans Stebba Ped en þar má finna nokkra tugi þúsunda mynda. En þegar Feykir náði tali af Sveini fyrir helgi var hann að skrá myndasafn sem kom frá Erlu Gígju Þorvaldsdóttur. Hann segir mikið um mynda- gjafir á safnið, sérstaklega úr dánarbúum. „Það má endi- lega koma því á framfæri að ef fólk á gamlar myndir að endilega skrifa aftan á þær. Mynd sem ekkert er skráð um og enginn veit neitt um er einskins virði.“ /PF Sá merki áfangi náðist með birtingu vísnaþáttar þessa tölublaðs að 35 ár eru liðin frá því Guðmundur Valtýsson hóf að sjá um hann en sá fyrsti undir hans stjórn birtist 1. apríl 1987. Þar með var komið fast form á vísnaþátt í blaðinu en áður hafði Bragamál birst endrum og sinnum í umsjá Inga V. Jónassonar. Þrátt fyrir nútímatækni hefur lítið breyst í fæðingarferli hvers þáttar en Guðmundur sér um að sanka að sér og rita á blað þær vísur sem eiga að birtast og ávallt skemmtilegar og fróðleg- ar athugasemdir hafðar með. Síðan fær ritstjóri vísurnar sendar með pósti, ellegar með öðrum leiðum, úr Svartár- dalnum og út á Krók, og slær þær inn á tölvutækt form. Að því loknu er hringt í vísna- Vel yfir 12.000 vísur birst 35 ára vísnaþáttur Guðmundi var færður glaðningur þegar hann mætti í eigin persónu á ritstjórnarskrifstofu Feykis 1. apríl síðastliðinn en hann tók það ekki í mál að sitja einn fyrir á mynd. Starfsfólk Nýprents vildi hann fá með sér en prentarinn, Guðni Friðriksson, tók myndina. Fyrir þá sem ekki þekkja fólkið er Klara Stefánsdóttir lengst til vinstri, þá ritstjórinn, Guðmundur sjálfur, Óli Arnar og loks Sigga Garðars. bóndann og farið yfir þáttinn og þær villur leiðréttar sem kunna að hafa slæðst inn. Eftir það er óhætt að senda þáttinn áfram á uppsetjara Feykis. Mikil regla er í skjalasafni Guðmundar sem búinn er að raða öllum þáttunum inn í möppur og eru þær orðnar átta talsins fullar, með eitthundrað þáttum hver þeirra en skammt er síðan 800. þátturinn birtist í Feyki, sem gerðist í 4. tbl. sem út kom 26. febrúar sl. Þökkum við Guðmundi eljuna við að halda þetta út en ætla má að vel yfir 12000 vísur hafi þannig komið fyrir sjónir lesenda þrátt fyrir að einhverjar hafi birst oftar en einu sinni. Má ætla að mikil menningar- verðmæti séu fólgin í þessari miklu vinnu Guðmundar. Þátturinn nýtur enn mikilla vinsælda og hefur Guðmundur samþykkt að halda starfinu áfram og eins og margoft hefur komið fram eru lesendur hvattir til að senda þættinum efni. /PF

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.