Skýrsla Jóns Baldvinssonar - 31.10.1937, Blaðsíða 6

Skýrsla Jóns Baldvinssonar - 31.10.1937, Blaðsíða 6
4 lika að taka tillit til þess ástands, sem var í landimi. þegar þessir flokkar tóku við, þess ástands, sem þá ríkti í verzlun og atvinnuháttum, hversu mjög ástandið var erfiðara heldur en það, sem ríkisstjórnir okkai hafa áður átt við að búa. Pað er lítill vandi að stjórna á þeim tímum, þegar alt leikur í lyndi, þegar upp- gangur er í atvinnuvegunum og afurðir seljast jafn- éðum og þær eru tilbúnar til sölu með svo göðu verði, að það borgar þann kostnað, sem þarf til framleiðslu vörunnar.. Ekkert af þessu var til staðar, þegar nú- verandi stjórn tók við völdum, sem, eins og kunnugt cr, er samsteypustjóm Alþýðuflokksins og Framsókn- arflokksins, heldur voru þvert á móti erfiðleikar á öllum sviðum. Og einmitt í þessu ljósi verður líka að skoða það, hvernig hefir tekist að koma í framkvæmd þeim loforðum, sem gefin voru kjósendum áður err I.osningar fóru fram. Ég er ekki hræddur við þennan dóm. Vegna þess, að hægt er að sýna fram á, að í öllum meginatriðum hefir, þrátt fyrir ákaflega mikla erfiðleika, verið hægt að koma í framkvæmd öllu því, sem lofað var, og hefir raunar í sumum atriðum verið gert betur. Þegar stjórnin tók við eftir kosningarnar 1934, voru erfiðleikar í atvinnumálum eins og áður er sagt, verzlunin hneppt í fjötra, þannig, að ekki var hægt að selja á frjálsum markaði afurðir landsmanna,r svo sem áður hafði verið, sem hlaut að hafa þa,ð í för með sér, að erfiðara var að fá nægilega mikið verð tif þess, að atvignuvegir landsmanna gætu borið sig. I fisksölumálunum var alt komið í öngþveiti. Hin -svo kallaða „frjálsa samkeppni" hafði þar með undir- boðum, með undirboðssölu á fiskinum, komið öllu svo í \

x

Skýrsla Jóns Baldvinssonar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skýrsla Jóns Baldvinssonar
https://timarit.is/publication/1795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.