Skýrsla Jóns Baldvinssonar - 31.10.1937, Blaðsíða 7
5
strand, að fiskeigiendur sáu sér ekki annað fært en
að koma upp sameiginlegri stjóm á sölu fiskjarins.
í sildarsölumálunum var ástandið sama. Alt var að
fara í kaldakol, þegar stjórnin tók við í ágúst 1934.
Síldareigendur og útflytjendur báðu þá rikisstjórnina
Mðsinnis, því að öðrum kosti mátti búast við, að síld
®g matjessíld mundu falla svo mjög í verði, að stór-
vægilegt fjártjón mundi verða fyrir útgerðarmenn og
sjómenn. Eitt af fyrstu verkum stjórnarinnar var að
gefa út bráðabiþgðalög til þess að koma skipulagi
á sölu síldar, þar sem síldarútvegsmenn og fulltrúar
ríkisstjórnarinnar unnu saman að því að skipuleggja
sölu og veiði, svo að offramboð yrði ekki á erlendum
markaði, og halda þannig uppi verði á þessari vöru
landsmanna.
Sama máli er að gegna um vöruclreifinguna innan-
iands. Mjólkursalan og kjötsalan voru í hinu mesta
ðngþveiti; takmörkuö sala á kjöti á mörkuðum erlendis,
alls konar tollagirðingar og innflutningsbönn í mark-
aðslöndum okkar gerðu það að verkum, að samkeppnin
var óeðlileg um innlenda markaðinn. Samfara því var
mjög erfitt ár hjá bændum, svo að búast mátti við
því, að þetta endaði í hruni, ef ekki yrði skjótlega við
brugðið. Og því var það, að ríkisstjórnin undirbjó
löggjöf um kjötsöluna, og enn fremur á sama hátt um
sölu mjólkur og mjólkurafurða í landinu.
Þetta voru þau fyrstu verk, sem núverandi ríkisstjóm
tók að sér að koma í framkvæmd. Og bráöabirgða-
lögin voru sett með samkomulagi beggja flokka.
Þessum ráðstöfunum, sérstaklega kjöt- og mjólkur-
sölulögunum, var tekið af andstöðuflokkum stjómar-