Skýrsla Jóns Baldvinssonar - 31.10.1937, Blaðsíða 9

Skýrsla Jóns Baldvinssonar - 31.10.1937, Blaðsíða 9
7 tand og lýð. Nefndin hefir haft forgöngu. um margs konar nýungar I hagnýtingu sjávarafurða, komið upp tíeKjum og kynt mönnum herzlu fiskjar, þorsks og wpsa. Upsintn var áður mjög verðlítill og oftast var honum hent. Karfinn, sem áður var af útgerðarmönnum talinin einskis virði og mokað var fyrir borð — en það þótti þrælslegasta vinna fyrir sjómenn — er nú veiddur í svo stórum stíl, að fjöldi togara er nú gerður út einvörðungu á karfaveiðar. Lifrin er hirt og unnið úr henni lýsi, búkurinn malaður í síldarverksmiðjum, sem langflestar eru eign ríkisins. Að þessari bræðslu vinna verksmiðjumar þann. tíma, sem þær eru ekki við síldarbræðslu, að undantekinni Sólbakkaverksmiðjunni, sem síðast liðið sumar vann eingöngu úr karfa. Kampalampaveiðar hafa verið teknar upp, og niður- suðuverksmiðja reist á ísafirði. Þótt nágrannaþjóðir okkar hafi milljónaverziun með kámpalampa, hafði hinum „sjálfkjörnu" forgöngu- mönnum útvegsins aldrei dottið í hug að reyna þessa veiði. Hraðfrysting fiskjar hefir verið aukin að miklum mun og fiskimálanefnd hjálpað tii að reisa frystihús í verstöðvum. Þá hefir mjög mikið verið gert til að afla nýrra markaða fyrir fisk okkar og fiskafurðir. Menn hafa verið sendir í markaðsleit til margra landa, bæði í Evrópu og Ameríku. Með breytingu á lögum um fiski- málanefnd var endurskipulagt Sölusamband islenzkra fiskframleiðenda. Félagsfundur kýs fimrn menn af sjö i stjómina, atvinnumálaráðherra skipar hina tvo. At- kvæðisréttur hinna stærstu fiskframleiðenda er tak-

x

Skýrsla Jóns Baldvinssonar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skýrsla Jóns Baldvinssonar
https://timarit.is/publication/1795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.