Skýrsla Jóns Baldvinssonar - 31.10.1937, Blaðsíða 10
8
markaður; og yfirleitt miða lögin að því, að tryggja
rétt hinna smærri fiskframleiðenda. Sjálfstæðismenn
hafa þó meirihluta í stjóm Sölusambandsins, og hafa
því af pólitískum ástæðum verið fiskimálanefnd and-
vígir frá byrjun.
Ætlunin með stofnun Fisksölusambandsins er sú,
að koma réttlátari skiftingu á útflutning fiskjar og
girða fyrir undirboð og óhoíla samkeppni. Þó að
sumu af þessu hafi verið náð, þá er ekki því aö
neita, að mörgum þykir sem Fisksölusambandið hafi
minna gert og verið tómlátara en ætla mætti um öflun
nýrra markaða fyrir saltfiskinn.
Þá má nefna lög um meðferð, verkun og útflutning
sjávarafurða. Þá eru og lög um skuldaskilasjóð vél-
bátaeigenda. Sjóðurinn á að veita vélbátaeigendum
lán, til þess að þeir geti staðið í skilum og samið um
nauðsynlegar eftirgjafir og breytingar á lánskjörum.
Á Alþingi 1936 var ríkisstjóminni auk þess heimilað
sérstaklega að veita nokkurt fé, um 200 þús. kr., til
þess að gera útgerðarmönnum kleift að greiða kaup-
gjald á vetrarvertíðinni síðast liðinn vetur, sem var eins
og menn muna og vita sv > rýr, að ekki aflaðist
hálft á viö það, sem undanfarin ár hefir afiast. Átti
þetta að stuðla að þvi, að útgeróarmenn og eigendur
báta gætu komið þeim á síldveiðar sumariö 1936, því
að öðrum kosti var talið vafasamt, að bátarnir gætu
komist af stað, vegna þess, að þeir áttu ógreitt svo
mikið af aðkallandi skuldum, þar á meðal mjög mikið
af kaupgjaldi vertíðarmanna frá vetrinum 1936. Er
ekki vafamál, að þetta hefir hjálpað mönnum að
verulegu leyti til þess að kornast yfir það mikla tap.