Skýrsla Jóns Baldvinssonar - 31.10.1937, Blaðsíða 11

Skýrsla Jóns Baldvinssonar - 31.10.1937, Blaðsíða 11
9 sem þeir urðu fyrir vegna aflaleysis síöast liðinn vetur. f>ó verður vitanlega að játa það, að slík framlög til atvinnuveganna, svo sesm skuldaskilasjóður vélbáta- eigenda og lög um Kreppulánasjóð, eru vafasamar Jleiðir til björgunar. Þá hafa verið sett lög um atvinnu við sigiingar, sem veita ýmsar nýjar réttarbætur. Lög um varnir gegn því, að skipum sé leiðbeint viö ólöglegar veiðar, hafa verið sett. Eru öllum kunnir atburðir þeir., sem urðu tii að knýja fram þá löggjöf. Mörg lög hafa einnig verið sett, sem snerta sérstak- lega síidarútveginn. Hefi ég áður minst á bráðabirgða- lögin um síldarsölusamlagið, sem stjórnin gaf út skömmu eftir að hún kom til valda. Þá voru á Alþingi 1934 samþykt lög um síldarút- vegsnefnd, sem voru hliðstæð lögunum um fiskimála- nefnd. Hefir sú nefnd, svo sem áður er getið, haft með höndum alla sölu á matjessíld. Einnig hefir hún haft markaðsleit með höndum, veitt söltunarleyfi, á- kveðið veiðitíma skipa og fleira, og hefir hún leyst af hendi mikið starf. Þá var og samþykt 1934, að lækka útflutningsgjald af síld og endurgreiða sjómönnum tollmismun frá sumrinu áður. En eins og menn sjálfsagt muna, þá var tollur af síld það ár alt að því fjórði til fimti hluti af andvirði hrásíldarinnar í hverja tunnu, — og langsamlega hærri en af öðrum fiskafurðum. Upphæð sú, sem sjómönnum var endurgreidd samkvæmt þessum lögum, nam 120 þúsundum króna. Þá voru samþyktar breytingar á lögum um i'ekstiM' *ildarverksmiðja ríkisins, aðalLega með það fyrir aug-

x

Skýrsla Jóns Baldvinssonar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skýrsla Jóns Baldvinssonar
https://timarit.is/publication/1795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.