Skýrsla Jóns Baldvinssonar - 31.10.1937, Blaðsíða 12
10
um, að setja allar síldarverksmiðjur rikisins undir
sameiginlega stjóm. Síðan hafa verið keyptar tvær
síldarverksmiðjur og rekstri þeirra breytt til bóta 4
ýmsan hátt.
Ég hefi áður minst á afurðasölumál landbúnaðarins í
inngangi mínum; lögin um sölu og meðferð sjávar-
afurða, og einnig um sölu og meðferð mjólkur, voru
samþykt á næsta þingi á eftir að bráðábirgðalögin
vom gefin út. og hafa þráfaldlega staðið harðar deilur
um þau, svo sem áður er getið. Því er ekki að neita,
að með kjötsölulögunum, þar sem lagt er verðjöfn-
unargjald á kjötið, hefir neytendum verið íþyngt, sér-
staklega i hinum stærri kaupstöðum, fram yfir það,
sem orðið hefði, ef svo kölluð „frjáls samkeppni'4
hefði ráðið, eða framboð og eftirspurn. Því að þegar
kjötið gat ekki selst á hinum erlenda markaði, var
ekki í annað hús að venda en bjóða það fyrir það
verð innanlands, sem fyrir það gat fengist. Og það
má segja, að þetta komi að nokkru — ekki alllitlu-
leyti niður á verkafólki og sjómönnum og vinnandi
fóllti yfirleitt í kaupstöðum. En afstaða okkar Alþýðu-
flokksmanna til þessara mála um sölu og meðferð á
afurðum landbúnaðarins, mótaðist af því, að ef svo illa
tækist til, að þessar vörur yrðu í það lágu verði, að
hændur flosnuðu upp af búum sínum, þá myndi sú
verða raunin á, að þessir menn hópuðust til kaupstað-
anna og settust þar að, og bættust þannig í atvinnu-
leysingjahópinn. Þetta hefir yfirleitt verið aðstaða
verkalýðsins og allrar alþýðu í kaupstöðunum. Þó
að það hafi þurft að taka á sig nokkur óþægindi í
svip, þá hefir það mátt sín meira, að reyna að forð-