Skýrsla Jóns Baldvinssonar - 31.10.1937, Blaðsíða 13

Skýrsla Jóns Baldvinssonar - 31.10.1937, Blaðsíða 13
11 ast flóð atvinnuleysing-ja yfir kaupstaðina í viðbot við j)á, sem fyrir eru, sem vitanlega mundi kreppa að kjörum þeirra á margvíslegan hátt. Verðjöfnunargjaldið á kjöti hækkaði verð á pví til bænda, sérstaklega; þeirra, sem alveg híifa búið að saltfiskmarkaðinum í Noregi, vegna þess, hve lágt verð var þar og tak- mörkuð sala. En um mjólkina er það að segja, að ©furlítil lækkun varð á henni til neytenda. En verð hefir hækkað til framleiðenda, vegna þess að dreif- ingarkostnaður hefir verið lækkaður að nokkru. En þó er það vafalaust rangt, að halda mjólkurverðinu það háu, að ekki sé veruleg eftirspurn eftir þessari hollu og nauðsynlegu fæðutegund. Og vitanlegt er, að hægt er að framleiða nægilegt af mjólk hér innanlands. Mörg fleiri mál landbúnaðarins má telja, og skal ég nefna hin merkustu, svo sem lög um nýbýli og sam- vinnubyggðir. Er þegar kominn skriðuf á þær fram- kvæmdir, og hafa aldrei verið stofnuð eins mörg ný- býli eins og á síðasta ári. Ríkissjóður keypti sér- stakt svæðí í Ámessýslu til þess að gera tilraunir um nýbýli og samvinnubyggðir, og hafa allmargir atvinnu við þær framkvæmdir. í þessu sambandi er vert að geta þess, að það er langt siðan Alþýðuflokkurinn flutti á Alþingi frumvarp um það, að hefja þegar framkvæmdir í nýbýlamálinu. Og ástæðan til þess var sú, sem raunar enn þann dag í dag er fyrir hendi, — hversu erfitt það er fyrir unga menn að reisa bú í sveit á hinum stóru, dýru og erfiðu jörðum. Þykir það nú sýnt, að vel ræktað og viðráðanlegt land er líklegra til að fleyta fram fjölskyldu heldur en óræktuð, stór og erfið jörð. Auk þess sem það, aÖ

x

Skýrsla Jóns Baldvinssonar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skýrsla Jóns Baldvinssonar
https://timarit.is/publication/1795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.