Skýrsla Jóns Baldvinssonar - 31.10.1937, Blaðsíða 15

Skýrsla Jóns Baldvinssonar - 31.10.1937, Blaðsíða 15
13 er þegar hægt að selja beint til neytenda. Þá hefir verið breytt lögnnum um kreppulánasjóð á þann hátt, að greið&lur hafa verið gerðar jafnar frá byrjun. Enn fremur hafa verið sett lög um garðyrkjuskóla, og má vænta þar af mikils árangurs, þegar frá líður, — það er að segja að aukin þekking manna á því, hvað rækta má hér á landi, verði til þess að auka og gera fjölbreytta alla framleiðslu bænda. Aldrei hefir eins og á sl. tveimur árum, eða eftir kosningarnar 1934, verið gert jafnmikið af hálfu löggjafarvaldsins til þess að styðja og efla iðnaðinn í landinu. Þar má nefna meðal annars lög um Iðnlánasjóð, sem ætlast er til að veiti iðnaðarmönnum hagkvæm lán. Og þó að slíkir sjóðir séu í upphafi smáir, þá eiga þeir fyrir sér ao vaxa og geta orðið iðnaðinum styrkur til þess að fá ódýr og hentug lán, og bæta þannig úr erfið- leikurn hins smærri iðnaðar við að afla sér fjár til stofnsetningar smáiðnaðarfyrirtækja. Það má nefna lög urn hlunnindi fyrir ný iðnaðar- og iðju-fyiirtæki. Þau miða að því að greiða fyrir stofnun nýrra iðjufyrirtækja, með því áð veita þeim skattfrelsi fyrstu árin. Þá hafa og verið gerðar breytingar á tollalöggjöfinni tit aö létta á tollum á efnivömm til iðnaðar. Þá hefir verið gerð breyting á lögum um iðju og iðnað, sem sérstaklega eiga að tryggja réttindi sveina. Ný lög hafa verið sett um iðnaðamám, sem eiga að bæta hag iðnnemanna. Þá má enn geta þess, að ný lög vom sett um Lands- smiðjuna, sem bæði miða að þvi að efla það fyiir- tæki og jafnframt eiga að gera íslenzkum hugvitsmöDti-

x

Skýrsla Jóns Baldvinssonar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skýrsla Jóns Baldvinssonar
https://timarit.is/publication/1795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.