Skýrsla Jóns Baldvinssonar - 31.10.1937, Blaðsíða 16

Skýrsla Jóns Baldvinssonar - 31.10.1937, Blaðsíða 16
14 um léttara fyrir að koma á framfæri uppgötvunum, sem nytsamar kynnu að geta orðið fyrir framleiðslu og iðnað. Einnig er rétt að nefna hér það rannsóknarstarf á gæðum landsins, sem fram fór síðasta ár. Hefir komið til orða að stofna sementsverksmiðju, byrja á hagnýt- ingu leirs og litarefna, málm- og steintegunda ýmis konar. Þá hefir nokkuð verið stutt að haf- og síldveiðt- rarmsóknum. Hafa fundist ný fiskimið, og má vænta mikils af þessu í framtíðinni. Tryggingar og öryggismál. Fyrst ber að nefna lögin um alþýðutryggingarnar, sem ná yfir sjúkra-, slysa-, elli-, örorku- og atvinnu- tryggingar. Einnig má nefna fræðslulögin nýju. Hvort- tveggja þessi lög eru nú mikið rædd, og mun verða gerð nánari grein fyrir þeim síðar á þessu sambands- þingi. En það þykir mér rétt að taka fram sérstaklega. am lögin um alþýðutryggingar, að Alþýðuflokkurinn hefir beitt sér fyrir því að fá þau fram; en það er með þetta eins og ýmislegt annað í löggjöf, þar sem semja þarf um við aðra flokka, þá verður ekki náð öllu því, sem æskilegt væri. Og í þessum tryggingar- málum hefir ekki náðst það, sem æskilegt er að dómi Alþýðuflokksins. En við áliturn, að þessi grundvöllur undir tryggingarnar væri svo mikilvægur, að rétt væri þó að setja þessa löggjöf. Við framkvænidir kemur það vafalaust í ljós um þessa löggjöf eins og alla slíka stórfelda löggjöf, sem snertir náiega hvern mann

x

Skýrsla Jóns Baldvinssonar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skýrsla Jóns Baldvinssonar
https://timarit.is/publication/1795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.