Skýrsla Jóns Baldvinssonar - 31.10.1937, Blaðsíða 18
16
það sjást enn betur þegar áðurnefnd skýrsla kemur
fyrir almenningssjónir.
Lög um stjóm og starfrækslu póst- og síma-mála, um
sameiningu þessara greina, hafa verið sett.
Þá hafa verið sett lög um skipulag fólksflutninga
með bifreiðum, og hafa þau nú verið í framkvæmd
tvö ár. Verður ekki séð annað, en að þau hafi verið
til stórkostlegra þæginda fyrir almenning, auk þess
sem fargjöld og flutningsgjöld hafa lækkað eftir að
skipulag var komið á ferðimar, heldur en meðan alt
var í svokallaðri „frjálsri samkeppni“ um ferðalög
og flutninga, auk þess sem það hefir gefið þeim, sem
flutningana hafa annast, ömggari tekjur en þeir hefðu
annars haft, ef alt hefði verið látið reka á reiðanum.
Það hefir verið tekin ný stefna um samningu fjárlaga
frá því, sem áður var. Á undanförnum timabilum
hefir þingið vísvitandi sett fjárlög með lægri fjárhæð-
um til útgjalda heldur en hverjum einasta þingmanni
var vitanlegt að útgjöld ríki .iis mundu verða. Hefir
því oftast farið svo, að landsreikningur hefir sýnt
stærri fjárhæðir, bæðj í tekjum og gjöldum, heldur en
fjárlög hafa sýnt. 0g fjárlög verða því mjög ófuil-
komin mynd af fjárhagsafkomu og fjárhagslegum
rekstri ríkissjóðs. Svo sem Alþýðuflokkurinn hefir sett
upp í 4 ára áætlun sinni, var það ætlunin, að gera
fjárlögin sem réttasta mynd af fjárhagsástæðum ríkis-
sjóðs á hverjum tíma, þar sem hvorki séu faldar vænt-
anlegar tekjur né fyrirsjáanleg útgjöld. Um þetta hafa
verið mikil átök milli flokkanna í Alþingi. Sjálfstæðis-
fíokkurinn taldi rétt að fylgja þeirri gömlu stefnu,
sýna lágar fjárhæðir á fjárlögum, þó að það kæmi á