Skýrsla Jóns Baldvinssonar - 31.10.1937, Blaðsíða 20
18
«gt, að Sjálfstæðisflokkurinn, nazistar og kommúnisíar
studdu mjög að því að þetta verkfall stæði sem Iengst
og yrði stjórninni til sem mestra erfiðleika. Áður en
frv. um þetta kom fram á þingi skýrði stjóm Alþýðu-
sambandsins stjómum bifreiðastjórafélaganna hér í
Rvík frá efni þess og ráðgaðist við þá um það, hverjar
vegabætur kæmu helzt að gagni ef skattur á benzjnf
hækkaði; var um það enginn ágreiningur, að það, sem
sett var í lögin um nýja vegi og viðgerðir á veguin.
væri það heppilegasta, sem hægt væri að ráðast í til
þess að bæta vegakerfið og gera bifteiðaflutninga sem
auðveldasta um landið.
Það var að vísu þessi hækkun á benzínskattinum, sem
olli því, að bifreiðastjórar gerðu verkfall. En af hálfu
Alþýðuflokksins var því þegar í upphafi haldið fram
við bifreiðastjórana, að ef þeir gætu útvegað tilboð um
ódýrara benzín en hér var á boðstólum, þá mundi Al-
þýðuflokkurinn veita til þess sitt fulla fylgi, að nægi-
leg innflutnings- og gjaldeyrisleyfi yrðu veitt, til þess
að ódýrara benzín gæti komið á markaðinn. Sýndi það
sig og, er til kom, að ekki stóð á leyfinu til að flytja
það inn. Svo að af þeim ástæðum þurfti ekkert verkfall.
Enda var það vitanlegt, að ríkisstjómin gat ekki og
mátti ekki láta undir höfuð leggjast að framkvæma
lög, sem Alþingi hafði nýlokið við að setja.
Þá hafa verið sett lög um fræðsiu- og heilbrigðis-
mál. Ný fræðslulög, þar sem skólaskylda er lengd og
kjör kennara bætt; lög um ókeypis kennslubækur fyrir
bamaskóla voru sett á síðasta þingi og koma til fram-
kvæmda næsta haust. Lög um rannsóknarstofnun í