Skýrsla Jóns Baldvinssonar - 31.10.1937, Blaðsíða 22

Skýrsla Jóns Baldvinssonar - 31.10.1937, Blaðsíða 22
■20 kaupstöðum, jþar sem verkamannabústaðir hafa verið reistir. Þá má nefna, að virkjanir vatnsfalla fara nú víða fram með stuðningi hins opinbera. Má þar til nefna virkjun Sogsins, þar sem fengið var fé til með stuðningi og ábyrgð ríkissjóðs. Pá er og verið að byggja raf- veitu á Isafirði. Á síðastliðnum árum hafa á fjáriögum verið veitt- ar stærri fjárhæðir til atvinnubóta en nokkru sinni fyrr, eða um 500 pús. kr. Hefir verið skilyrði, að bæ- irnir legðu fram fé á móti, svo að sú raunverulega fjárhæð, sem unnið er fyrir, er langsamlega hærri en styrkur ríkissjóðs. Þá hefir á fjárlögum verið veitt meira fé til vega- gerða og til ýmissa annara framkvæmda heldur en nokkru sinni fyrr, með það fyrir augum að draga úr pví mikla atvinnuleysi, sem skapast hefir við verðfall og sölukreppu og samdrátt í atvinnuvegunum. Sjálfstæðis- flokkurinn hefir ásakað okkur fyrir það, að við höfum k)fað að bæta úr atvinnuieysinu í 4 ára áætlun okkar og svikið það með öllu. — Alþýðuflokkurinn hefir lofað því í 4 ára áætluninni að vinna að því markmiði að útrýma með öllu atvinnuleysinu og afleiðingum krepp- unnar. Og hann hefir gert þær tillögur um nýjar fram- kvæmdir og fjárlög til þeirra, ásamt samstarfsflokki sínum, Framsóknarflokknum, sem hafa dregið úr at- vinnuleysinu, sem skapaðist við hina miklu kreppu, sem gengið hefir yfir landið undanfarin ár. Og þegar Sjálfstæðisflokkurinn sakar okkur um það, að við höf- um ekki útrýmt atvinnuleysinu, þá mætti ætla það, að só flokkur mundi hafa gert meira til framkvæmda oq

x

Skýrsla Jóns Baldvinssonar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skýrsla Jóns Baldvinssonar
https://timarit.is/publication/1795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.