Skýrsla Jóns Baldvinssonar - 31.10.1937, Blaðsíða 23
21
til atvúumaukningar heldur en Alþýðuflokkurinn hefir
lagt til. En það er nú eitthvað annað þegar málin eru
athuguð. Sjálfstæðisflokkurinn hefir ekki talið neitt vit
í þessum háu útgjöldum fjárlaga til nýrra framkvæmda
á þessum árum. Ég ætla ekki að eltast við þau blaða-
skrif, sem svo að segja daglega koma fram í blöð-
um Sjálfstæðisflokksins. Það er alveg nægilegt að vitna
í störf þingflokks Sjálfstæðismanna á þingi og láta þá
sjálfa tala, hvað þeir myndu vilja gera til að drtaga
úr atvinnuleysinu.
I þingskjaíi 540, A-deild Þingtíð. 1934 segir minnihl.
fjárv.n., þeir Magnús Guðmundsson, Þorsteinn Þor-
steinsson, Pétur Ottesen og Jón Sigurðsson á þessa
kið:
„Þegar miklar framkvæmdir eru af hálfu annara en
ríkissjóðs, á fjárveitingavaldið að draga saman seglin;
því að ella fer svo, að miklu meiri eftirspurn verður
eftir vinnukrafti sum árin en hollt er atvinnuvegunum.“
Þetta er þeirra rökstuðningur, og vitanlega af hálfu
Sjálfstæðisflokksins, því að þeir tala fyrir hans munn í
þessu nefndaráliti sínu. Og þeir leggja til, að atvinnu-
bótaféð verði 300 þús. kr. í stað 500 þús., þeir vilja
kekka það um 200 þús. kr. Ég vil ekki gera þeim nein-
ar getsakir um það, að ef þeir hefðu verið einráðir þá
hefðu þeir þurkað út með öllu atvinnubótafjárveitingu,
þó að ýmsir kunni nú að geía þess til. En það er víst,
að þessi var skoðun þeirra, að atvinnubótaféð ætti
ekki að vera meira en 300 þús. kr. á árinu 1935. Sú
var skoðun Sjálfstæðisflokksins þá, og styðst það
enn betur við ummæli eins Sjálfstæðisþingsmanns á
Atþingi 1935, þar sem hann vill taka atvinnubótáféð til