Skýrsla Jóns Baldvinssonar - 31.10.1937, Blaðsíða 24

Skýrsla Jóns Baldvinssonar - 31.10.1937, Blaðsíða 24
22 ákveðinna vegaframkvæmda: því að hann veit ekki^ hvort þörfin fyrir atvinnubótaféð sé svo mikil eins og sagt er, og orðar þetta svo: „Um það skal ég ekki dæma, ég þekki það ekki.“ Með öðrum orðum, einn af fulltrúum Sjálfstæðisflokksins á Alþingi, hann þekkir ekki þörf á atvinnubótum í landinu, eftir að flokks- menn hans þó eru búnir að játa það, að það séu vax- andi erfiðleikar fyrir atvinnuvegina vegna tregðu á sölu afurða landsmanna erlendis, — eftir að opinberaí skýrslur eru búnar að sýna, að svo og svo margir menn gangi jafnvel á bezta atvinnutíma í stórum hóp- um atvinnulausir, þá þekkja ekki Sjálfstæðismenn neitt til þess, hvort veita þurfi fé til atvinnubóta eða ekki. Það mætti ímynda sér, að þeirra skilningur á þessuni málum hefði ekki verið mikill og framlög þeirra ekki rífleg, ef þeir einir hefðu mátt ráða um setningu fjár- laga. En svo koma þeir á eftir og ásaka Alþýðuflokkinn fyrir það, að hann hafi svikist um að uppfylla það lof- orð sitt, að útrýma atvinnuleysinu, og virðast þá telja atvinnuleysið það mikið böl, að rétt væri að verja fé til að útrýma því. Þetta er ekki annað en skollaleikur þeirra manna, sem eru að reyna að vekja óánægju hjá verkafólkinu með aðgerðir núverandi meirihluía, óá- nægju, sem þeir vonast til að geti hjálpað til að lyfta þeim i sess valda, þegar atkvæða þjóðarinnar verður leitað við næstu kosningar. En trúað gæti ég því, að almienningur í landinu, öll alþýða manna, mundi sjá í gegn um svikavef þann, sem Sjálfstæðisflokkurinn spiamw í þessu máli. Það, sem hann leggur til þessara mála á Alþingi, það er mðurskurður á fjárveitingum til framkvæmda, niðurskurður á atvinnubótafénu. En

x

Skýrsla Jóns Baldvinssonar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skýrsla Jóns Baldvinssonar
https://timarit.is/publication/1795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.