Skýrsla Jóns Baldvinssonar - 31.10.1937, Blaðsíða 25
23
það, sem þeir leggja til í biöðum flokksins, eru ásakanir
til hinna fyrir það, að |>eir hafa ekki gert nógu mikið.
Aiinars eru ýmsar ásakanir Sjálfstæðisblaðanna í
garð núverandi meirihluta og í garð Alþýðuflokksins
flestar á svo litlum rökum reistar, að það er ekki ó-
maksins vert að vera að rifja það upp. Sjálfstæðismemi
bafa potið upp eins og naðra í svip út af ýmsum fram-
kvæmdum, sem gerðar hafa verið, en hafa svo lympast
wiður aftur vegna þess að þeir hafa ekki fengið þann
hljómgrunn hjá fólkinu, sem þeir hafa vonast eftir, —
ekki jiegar menn áttuðu sig á hlutunum og farið var að
ræða þá-frá báðum hliðum. Þannig varð í mjólkurverk-
fallinu, og þannig varð um tilraunina til þess að spilla
kjötsölunni; jjannig var í bílstjóraverkfallinu, þannig
var í símahlustunannálinu, þannig var í síldarverkfalli
því, sem þeir vildu gera s.l. vor, þ. e. stöðvun flotans
á síldveiðar. Allar þessar tilraimir þein'a hafa mistekist.
Almenningur hefir fljótt áttað sig á því, að ef hann
fylgdí leiðsögn Sjálfstæðisflokksins, þá myndi sá flo'kk-
ur leiða alla alþýðu manna bæði til sjávar og sveita í
hinar mestu ógöngur.
Ég ætla jjá aðeins aö minnast á eina ásökun enn, sem
japlað hefir verið á sí og æ alveg fram á síðustu daga.
Það er um einhverja mótstöðu, sem Alþýðuflokkurinn
hafí átt að sýna gegn virkjun Sogsins, og fylgir jjessari
ásökun, að Sjálfstæöismertnirnir í bæjárstjórn Reykja-
vikm' hafi þurft að knýja fram Sogsvirkjunina gegn
andróðri og fjandskap núverandi stjórnarflokka. Fyrr
má nú vera blygðunarleysi heldur en að bera slíkt fram,
svo sem málum er háttað að því er Alþýðuflokkinn
snertir., En þessar þrálátu ásakanir eru svo opinber ó-