Skýrsla Jóns Baldvinssonar - 31.10.1937, Blaðsíða 26

Skýrsla Jóns Baldvinssonar - 31.10.1937, Blaðsíða 26
24 sannindi, að það hefir ekki þótt ómaksins vert að vera að svara svo fíflalegnm ósannindum í hvert skifti. En það er rétt að benda á, að það er fyrir tilstuðlan Al- þýðuflokksins að fengist hefir fé til virkjunar Sogs- ins; og einmitt eftir tillögu Alþýðuflokksins var samþ. svo rúm heimild fyrir virkjuninni, að það var ekkí bundið við einn einstakan stað í Soginu, sem við nán- ari rannsókn hefir reynst óheppilegri en staður sá, sem virkjunin er nú framkvæmd við. Og í samningunum milli Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins segir svo í 12. gr.: „Að styðja að því, að hrundið verði sem allra fyrst í framkvæ.md virkjun Sogsins." Þetta er sett inn sem krafa Alþýðuflokksins, vegna þess að Framsóknarflokk- urínn hafði látið; í ljós, að hann væri ófús til að sam- þykkja ábyrgð fyrir Reykjavíkurbæ svo háa, sem hér er um að ræða, 7 milljónir króna. Með þessari beinu kröfu Alþýðuflokksins að þetta mál yrði tekið upp í samning- ana milli flokkanna, var fylgi Framsóknarilokksins einnig tryggt við þetta mál. Þessi ásökun eT því óréttmætari sem núverandi ríkis- stjórn lagði til menn sem fulltrúa landsins, til þess að hjálpa til við lántöku þá, sem fram fór til virkjunar Sogsins. Og fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, Jón heitinn Þorláksson, gekk á fund ríkisstjórnarinnar eftir að lántakan var komin í kring og þakkaði ráðherrunum fyrir þann stuðning, sem þeir höfðu veitt við lántök- una. Það var þannig viðurkennt af helzta manni Sjálf- stæðisflokksins, að núverandi ríkisstjórn hefði lagt stór- an skerf til þess að útvega það fé, sem þurfti til virkj- unar Sogsins. Sé ég ekki hvemig hægt er að ásoka

x

Skýrsla Jóns Baldvinssonar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skýrsla Jóns Baldvinssonar
https://timarit.is/publication/1795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.