Skýrsla Jóns Baldvinssonar - 31.10.1937, Blaðsíða 27

Skýrsla Jóns Baldvinssonar - 31.10.1937, Blaðsíða 27
25 Alþýðuflokkinn fyrir það, að hann hafi staðið á móti þessum merku og miklu framkvæmidum. Þvert á móti hefrr Alþýðuflokkurinn flokka mest stutt Sogs- virkjunina. Ein ásökun, sem borin hefir verið fram, er sú, að stjómatflokkarnir hafi ginnt menn úr sveitum lands- ins til að flytja til kaupstaðanna, sérstaklega Reykja- vikur, til þessi að yfirfylla þar allt af fólki. Þetta er náttúrlega fjarri sanni. Því að þeir menn, sem helzt ginna fólkið til Reykjavíkur, það eru hinir ýmsu for- sprakkar Sjálfstæðisflokksins, sem hafa með höndum stóran atvinnurekstur. Af pólitískum ástæðum heita þeir mönnum víðsvegar af landinu vinnu við fyrirtæki sín. Og það var heldur ekki óalgengt fyrr á tímum — nú er það ekki hægt vegna Alþýðusambandsins — að þeir komu með fólk utan af landi, sem þeir létu vinna fyrir lægra kaup heldur en gerðist í Reykjavík og í kaup- stöðunum. Það eru þessir menn, sem mest hafa gert til þess að flytja fólkið til Reykjavíkur og kaupstað- anna. Aftur á móti hefir aðstaða stjórnarflokkanna! veiið sú að reyna að bæta kjör bænda, styðja að því að nýbýli yrðu reist í sveitinni, allt með það fyrir augum að halda fólkinu kyrru í sveitinni. Það skal þó játað, að það fjölgar stöðugt í kaupstöðunum, svo að það þarf meiri aðgerða við til þess að geta látið þá aukningu, sem verður, haldast einnig við í sveitinni. Það er ekki nægilegt, að fólksfjöldinn í sveitinni standi í stað. Því að með núverandi atvinnuháttum x kaup- stöðum er sýnilegt, að ekki er hægt að fullnægja þeirri. eftirspurn hins mikla fjölda kaupstaðarfólks eftir vinnu. En það er einmitt Alþýðuflokkurinn, sem hefir

x

Skýrsla Jóns Baldvinssonar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skýrsla Jóns Baldvinssonar
https://timarit.is/publication/1795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.