Skýrsla Jóns Baldvinssonar - 31.10.1937, Blaðsíða 29
27
þegar þetta haldreipi er brostið, er ekki neana eðliDegt,
að kommúnistar vilji bjarga flakinu í hlé við þá, sem
öllu halda í góðu horfi, og verða þeim samferða.
Því er ekki að neita, að einstöku maður í Alþýðu-
flokknum hefir hallast að því, að taka heri samfylk-
ingartilboði kommúnista. Þeir hafa gleymt að skýra
frá því, hvernig slíkt samstarf gæti verið framkvæman-
legt. Það er ekki talað um neitt annað en samfylkingu,
samfylkingu, eins og það sé lausn allra vandamáia
nútímans.
En þó að kommúnistar hér á landi vildu reyna
að starfa í isambandi við vinstri flokkana, þá er ekki
hægt að reiða sig á þá, vegna þess að kommúnisía-
flokkarnir geta ekki sjálfir meinar ákvarðanir tekið.
Ákvarðanir þær, sem þeir eiga að fylgja, eru ekki gerð-
ax með samþyktum á þingum þeirra og fundum- í lönd-
unum, þar sem þessir flokkar starfa, heldur eru sam-
þyktirnar gerðar í Moskva og sendar sem fyrirskip-
anir til þeirra um það, hvernig þeir eigi nú að hagai
sér í þessu eða hinu fyrirbrigðinu, sem fyrir kemur í
þjóðfélaginu. Enda mun það vera svo, að í bili sé
þetta fyrirskipað frá Moskva, að hrópa á samfylkingu,
og að þeim beri nú að lægja ofurlítið í blöðum sínum
árásirnar á alþýðuflokkana í Vestur-Evrópu. Að þeir
eigi að gera þetta meðan þeir séu að smjúga inn til
alþýðuflokkanna, til þess að taka sér þar bólfestu,
hafa áhrif með sellustarfsemi sinni til þess annaðhvort
að ná fólkinu frá alþýðuflokkunum yfir til kommúnista,
eða, sem sennilegast mundi verða árangurinn, að veikja
alþýðuflokkana og fæla frá þeim ýmsa þá menn, sem
nú eru uppistaðan i þeim flokkum.