Skýrsla Jóns Baldvinssonar - 31.10.1937, Blaðsíða 31
29
en halda hins vegar verkalýðnum tvístruðum að nokkru
Seyti, pá sé ég ekki annað en það eina rétta, sem þeir
eigi að gera, sé að leggja niður flokka sína og skipa
sér undir merki alþýðusamtakanna í löndum sínum.
Og petta mundi einnig verða gert, ef ekki stæði svo á,
að Rússar þurfa vegna utanríkismálastarfsemi sinrfar
að halda uppi kommúnistaflokkunum utan Rússlands.
Þá hafa atburðir þeir, sem gerðulslt í Moskv,a í ha'ust,
þar sem íeknir voru af lífi allir kommúnistar, er litu
öðruvísi á málið en einræðisherrann, vakið hrylling og
andstygð allra þeirra manna, er vilja nokkurs virða
skoðanafrelsið. Það má segja, að nú sé í Rússlandi
búið að þurka út — senda í útlegð og lífláta — flesta
aðalfrömuði byltingarinnar 1917, og yfirleitt þá menn-
ina, sem helzt hafa kynni af Vestur-Evrópumálum.
Varla nokkur af þessum mönnum er ennþá uppi-
standandi í Rússlandi eða þar nokkru ráðandi. Ahnenn-
inguir í lýðfrjálsu landi fær ekki skilið, að ágreiningur
iinnan jafnvoldugs flokks og kommúnistaflokksins í
Rússlandi þurfi að valda því, að allir, sem láta í Ijós
aðra skoðun, en sjálfur stjórnarherrann, skuli leiddir á
höggstokkinn. Og þessar aðfarir í Rússlandi hafa kann-
ske meira en nokkuð annað hnekt gengi kommúnista í
iýðræðislöndum. — Þá er varla von að menn geti
gleymt þvi, að kommúnistar áttu mestan þáttinn í því, .
að stærsti socialistaflokkur í Vestur-Evrópu var ger-
samlega jmrkaður út. Ég á þar við aðfarir kommúnista
i Þýzkalandi.
Ailt þetta, en þó einkuni fyrirskipanirnar utan að,
gerir það að verkum, að kommúnistar eru ekki æski-
legir til þess að hafa í samfylkingn með sér. Einstöku