Skýrsla Jóns Baldvinssonar - 31.10.1937, Blaðsíða 32
.10
maður kann að ímynda sér í einfeldni sinni, að það aiS>
kommúnistaflokkurinn gangi í samfylkingu t. d. moð
Alþýðuflokknum, þýði það sama og að öll alþýjða
manna í iandinu sé þegar í einum flokki. En við
þurfum ekki annað en að taka tölur frá síðustu ai-
þi'ngiskosningum, þar sem kommúnistar fengu tæp
þrjú þúsund atkvæði, en Alþýðuflokkurinn liðug 11
þúsund. Og þó að þessir flokkar gætu lagt saman fylgi
sitt, sem ég hefi ekki trú á að hægt sé, og þó að þeir
ynnu eitthvað á, þá myndi það verða langt frá þvi
að ná meirihluta, því að sennilega eru kjósendur í
landinu nær 60 þúsundum. Álþýðuflokkurinn hefir bygt
upp starfsemi sína með það fyrir augum, að það, sem
ynnist á hverjum tíma verkalýðnum tii handa, tapað-
ist ekki, heldur væri stigið skref af skrefi áfram að
settu marki. Starfsemi flokksins í verkalýðsféiögunum
og á Alþingi sýnir þetta frá fyrstu tíð. Við höfuni tekið
það, sem hægt var að ná á hverjum tima. Við höfum
bætt við þegar tækifæri gafst. Við höfum lagt grund-
völl að margs konar löggjöf og umbótum, menningar-
legum og verklegum, alþýðunni til handa. Og á þeim
grundvelli ætlum við að halda áfram að starfa og láfa.
haldast í hendur pólitíska starfsemi flokksins og starf-
semi verkalýðsfélaganna, svo að ekki tapist það, sem
verkalýðsfélögin kunna að vinna í bættum kjörum
vinnandi fólki til handa, með stjórnmálalegum aðgerð-
um hins pólitíska valds í landinu. Hins vegar á verka-
íýðurinn einnig að standa á verði fyrir því, að það,
sem vinst í stjómmáiunum með löggjöf, það verði
heldur eigi af honum tekið.
4 ára áætlun A1 þýðufIokksins ber honum bezte vitn-