Skýrsla Jóns Baldvinssonar - 31.10.1937, Blaðsíða 36

Skýrsla Jóns Baldvinssonar - 31.10.1937, Blaðsíða 36
84 bæði að því er snertir tekjur ríkissjóðs og útgjðid þau, sem honum eru lögð á herðar með fjárlögum. Ég vil minnast hér á eina grein atvínnuveganna, sem miklum ágreiningi hefir valdið innan Alþingis, máske innan allra flokka þingsins. En það er sá vísir til dragnótaveiða, sem komið hefir verið upp á siðustu árum og reynist að vera hagkvæmur, ódýr og þó arðsamur atvinnuvegur. Að minu áliti verður fljótt að rýmka svo til, að landsmenn geti stundað þennan at- vinnuveg, sérstaklega yfir vor-, sumar- og haust-má»- uðina, með því að breyta löggjöfinni um þetta efni. En það hefir verið mjög viðkvæmt mál á þingi undan- farið. Og flestir flokkar hafa verið sundraðir í mál- ínu. En ég tel þetta eitt af mjög stó'rum fjárhagsmáium þjóðarinnar. Og ég er sannfærður um það, að í fram- tiðinni mun þetta skapa mjög arðsaman, tiltölulega á- hættulítinn atvinnuveg, sem fjöldi manna geti haft lifsframfæri sitt af. Alþýðuflokkurinn mun hafa í huga að auka beinar framkvæmdir ríldsins, að styrkja og efla bæjarfélögin í landinu til þess að koma sér upp atvinnutækjum, ef það reynist nauðsynlegt sökum þess að einstaklingS- framtakið bregst til þess að h'alda uppi atvinnu. Við höfum dæmln af þvi, að einstaklingar eru ógjarnir á það að halda uppi atvinnurekstri þegar óálitlegt er, og má kannske telja slíkt vonlegt. En þá ber aftur á móti hinu opinbera skylda til að hlaupa undir bagga og hefja framkvæmdir, þegar einstaklingurinn bilar. Mönn- um er það kannske ekki alveg Ijóst, og því þykir mér rétt að rifja það upp, að það er ríkið, sem fyrst hóí ▼erulega myndarlega starfsemi að því er snertir imt-

x

Skýrsla Jóns Baldvinssonar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skýrsla Jóns Baldvinssonar
https://timarit.is/publication/1795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.