Skýrsla Jóns Baldvinssonar - 31.10.1937, Blaðsíða 37
35
lemiar síldarbræðsluverksmiðjur. Það er ekki einstak-
lingsframtakið, sem hefir komið skriði á það mál. Það
er hið opinbera, sem bygði hina stóru verksmiðju á
Siglufirði og hefir nú reist þar tvær verksmiðjur og
auk þess keypt þrjár verksmiðjur. Voru þá ekki fyrir
nema 2—3 verksmiðjur, sem útlendingar höfðu reist.
Er nú ríkissjóður stærsti verksmiðjueigandinn í þessari
atvinnugrein. Þetta sýnir það, að þó að mönnum þyki
oft hið opinbera seint til framkvæmda, þá hefir á
þessu sviði ríkissjóði og hinu opinbera tekist að hafa
forgöngu um frainkvæmdir í mikilsverðum atvinnu-
málum.
Alþýðuflokkurinn mun halda áfram baráttu sinni
fyrir lýðræði í stjórnmálum og atvinnumáium. Og hann
mun halda áfram baráttu sinni fyrir því, að skipulagi
sé komið á þjóðarbúskapinn og á atvinnumál lands-
manna. Og Alþýðuflokkurinn heitir á alla alþýðu til
sjávar og sveita, að fylkja sér undir merki hans, til
þess að vernda lýðræðið og koma stefnumálum flokks-
ins í framkvæmd.