Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 10.03.2021, Síða 4

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 10.03.2021, Síða 4
4 Framkvæmdafréttir nr. 710 2. tbl. 29. árg. Framkvæmdafréttir nr. 710 2. tbl. 29. árg. 5 Brúarvinna í fimmtán ár Vinna Gunnars hjá Vegagerðinni spannar 54 ár og vann hann með sex af þeim sjö vegamálastjórum sem hafa verið við störf frá því Vegagerðin var stofnuð árið 1918. „Fyrsti vegamálastjórinn, Geir Zoega, er sá eini sem ég vann ekki með en hann hætti árið 1957. Það var annar vegamálastjórinn, Sigurður Jóhannsson sem réði mig sumarið 1966 í gegnum klíku en hann var náfrændi stjúpföður míns Jóhannesar Björnssonar sem reyndar lést þá um haustið. Það var nánast regla að unglingar væru ráðnir í gegnum mismikla klíku; þeir í minnstu klíkunni fóru í vegavinnu, svo var það brú- arvinnan en „aðallinn“ komst í mælingar,“ segir hann kíminn og áréttir að þetta sé nú að mestu sagt í gríni. „Sigurður Jóhannsson vegamálastjóri lést árið 1976 og eftir það varð ég að treysta á eigin verðleika, sem var hinsvegar ekkert grín.“ Árin í brúarvinnu voru að flestu leyti skemmtileg. „Þetta var fjölbreytt vinna í góðra vina hópi um og yfir tuttugu ungmenna, þó voru mun fleiri við Borgarfjarðar- brúna en þar komu saman þrír brúarflokkar. Auk þess hafði maður það upp úr krafsinu að læra trésmíði eða öllu heldur brúarsmíði, sem er ekki alveg sama vinnan enda er lítið um glugga, hurðir og innréttingar á brúm. Þegar ég hinsvegar keypti fokhelt raðhús í Hamrahverfi í Grafarvogi og hélt áfram með byggingu þess komst ég að því að nákvæmni okkar í brúarvinnunni hafði ekki verið síðri en í húsasmíði,“ rifjar Gunnar upp. Brúarvinnunni fylgdu talsverð ferðalög, sem var frábært fyrir Gunnar sem segist ferðasjúkur bogamað- ur. „En flokkarnir mínir voru þó mest á Vesturlandi og Vestfjörðum.“ „Fljótlegra að ríða belju í bæinn“ Brýrnar sem Gunnar byggði voru allar einreinungar þar til kom að Borgarfjarðarbrúnni og raunar einnig lengi eftir að hún var byggð. „Nokkrar af brúnum eru þó enn í notkun en margar hafa verið leystar af hólmi með tvíreinungum og ræsum og má þar nefna eina fyrstu brúna sem ég byggði; 50 m langa brú yfir Brúará í Biskupstungum árið 1967. Þar vann ég við niðurrekstur staura og stálþils sem var skemmtileg en krefjandi vinna fyrir unglinginn,“ segir Gunnar sem er þetta sumar mjög minnisstætt. „Þarna man ég eftir mínum fyrstu kynnum af Ólafi Ketilssyni rútubílstjóra sem ég átti eftir að kynnast nánar þegar ég var í Menntaskólanum á Laugarvatni. Ég fékk heiftarlega flensu og yfir 40 stiga hita þetta sumar og Sigfús verkstjóri varð að senda mig í bæinn með rútunni. Hann bað Óla sérstaklega um að gæta mín en dæmigert fyrir Óla Ket þá lét hann mig vinna alla leiðina við að aðstoða farþega og t.d. bera töskur og hagræða speglum allan þann óratíma sem ferðin tók. Óli var ekki þekktur fyrir hraðferðir; sumir sögðu að það væri fljótlegra að ríða á belju í bæinn eins og hann lagði raunar til þegar farþegar kvörtuðu.“ ↓ Á ferð yfir Sprengisand eftir ferð til kortlagningar á Tjörnesi. Á myndinni eru talin frá vinstri: Guðrún Gísladóttir, Jón Eiríksson, Steingrímur J. Sigfússon, Andrés I. Guðmundsson, Gunnar Bjarnason og Kristjana Guðrún Eyþórsdóttir. Mynd: Pétur Pétursson

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.