Ský - 01.02.2001, Síða 21

Ský - 01.02.2001, Síða 21
11.30 Borgarsalan, Ráöhústorgi. „Þegar ég opna augun á morgnana er mín fyrsta hugsun aö hendast hingað til að fá mér bestu pylsur á Akureyri í árbít. Yfirleitt fæ ég mér fjórar með remúlaði, hráum lauk og tómatsósu, en einstaka sinnum tvær. Borði ég þær ekki allar á staðnum rúllar kaupmaðurinn þeim inn í álpappír fyrir mig, en ég þyngist að jafnaði um átta ktló í hvert sinn sem ég er á Islandi.” 13.00 Stjörnusól, Geislagötu 12 „Ég læt mig litlu varða skaðsemi útfjólu- blárra sólargeisla og finnst reyndar húðin á mér alltaf t betra jafnvægi þegar hún er brún. Stundum maka ég þó vörn í andlitið og nota hlífðargleraugu. Ég hef stundað Ijósaböð grimmt síðan ég var sautján ára og nýt þess að fara þrisvar til fjórum sinnum t viku." 1M.10 Göngugatan Akureyri „Útlit mitt er mjög dæmigert fyrir Serba. Ég er með serbneskan kross tattóveraðan á vinstra herðablaðið og fer alltaf annað slagið til Serbíu. Um ttma dvöldu nokkrir fyrrum Júgóslavar hér á Akureyri en tryllt- ust þegar þeir sáu serbneska krossinn á öxlinni á mér. Ákváðu þá að þeir hefðu ekkert við mig að tala. Sárin eftir stríðið verða lengi að gróa og elta fólkjafnvel alla leið til íslands.” 14.55 Verslunarklasinn Glerártorg „Ég er forfallinn DVD-safnari og á safn með nærri tvö hundruð kvikmyndatitlum. Oftast kaupi ég eina til tvær kvikmyndir t hverri heimsókn minni hingað t klasann. Eg elska Drakúla en safnið geymir margt fleira en hann. Mér finnst dásamlegt að dóla mér hérna f búðarápi og kaupi þá giarnan það sem hugurinn girnist hverju sinni." 16.00 Kaffihúsið Kaffitorg á Glerártorgi „Kaffi Akureyri er reyndar eftirlætiskaffi- húsið mitt þvt að þar má reykja, en mér finnst líka notalegt að tylla mér hér. Á kaffihúsum hverf ég á vit dagdrauma þótt það sé ekki minn sttll að dreyma óraunhæfar skýjaborgir. Það þýðir nefni- lega ekkert fyrir mig að láta mig dreyma um eitthvað sem ég þykist ætla að gera t framtíðinni vegna þess að ég stend einfaldlega ekki við það.” 23.30 Venus - erótískur skemmtistaöur, Ráöhústorgi 7 „Mér finnst gaman að dansa, annars hefði ég ekki valið þetta starf. Skemmtilegast finnst mér að daðra við súluna og ég gef íslenskum gestum fyrstu einkunn fyrir kurteisi og góða mannasiði. Margir karlmenn koma hingað til að tala og stundum þarf maður að beita sálfræði gegn einmanaleika þeirra. Ég þoli ekki kampavín þrátt fyrir að viðskiptavinirnir kaupi það oftast. Til að móðga engan hef ég stundum beint athygli þeirra frá mér og að einhverju öðru til að geta skvett úr kampavínsglasinu í blómapottana.” 17.35 Heima á Akureyri „Ég er mjög heimakær og eitt af því skemmtilegasta sem ég geri er að hafa það notalegt heima og glápa á DVD-myndir á fimmtíu tommu risaskjá sem ég verslaði mér fyrir skömmu. Ég hef keypt talsvert af húsmunum og glingri hérna á Akureyri. Við búum allar saman, dansmeyjarnar á Venus, og til þess að mér líði ekki eins og á stúlknaheimavist hef ég lagt áherslu á að skapa heimilislegt umhverfi.”
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Ský

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.