Ský - 01.02.2001, Side 86

Ský - 01.02.2001, Side 86
Undraveröld Sundlaug Akureyrar Laust fyrir klukkan sjö á morgnana stendur þéttur hópur fasta- gesta og bíður þess í ofvæni að starfsmenn Sundlaugar Akureyr- ar snúi lyklinum í skránni og opni þeirm aðgang að vatnsparadis Norðlendinga. Þegar gestirnir hafa skellt sér i skýlurnar og kom- ið sér fyrir í heitu pottunum hefjast fjörugar umræður um lands- málapólitíkina og bæjarmálin. „Hér koma saman miklir spekingar," segir Gísli Kristinn Lórenz- son, forstöðumaður Sundlaugar Akureyrar. „Einn starfsmann- anna byggir veðurspá sína á fuglunum og gefur út nýja veður- spá á hverjum laugardegi, en við sem þiggjum spána erum samt miklu spenntari fyrir eldgosi því samkvæmt okkar kokka- bókum má lesa komandi eldsumbrot í veðurfarinu." I nýju fagurblárri 25 metra lauginni svamla gestir í upphituðu vatni. „Já, það myndast miklu minni kísill og útfelling ef vatnið er upphitað," upplýsir Gísli. „Heitavatnskostnaðurinn er um tutt- ugu milljónir á ári en það er þrisvar sinnum meira en kostnaður Reykvíkinga við sambærilega laug." í fyrra sóttu 330.000 manns sundlaugarnar á Akureyri heim. „Sundið er sígilt og ár frá ári eykst fjöidi þeirra sem stundar sund. Vitamínsprautur fyrir sundlaugarnar á Akureyri eru m.a. Apdrésar Andarleikarnir, Esso-mót KA og Poilamót Þórs, þá fyllist hér allt af fjöri," segir Gísli brosandi. Sundlaug Akureyrar hefur fengið mikla andlitslyftingu á undan- förnum árum. Búið er að byggja nýtt þjónustuhús og myndar- lega 25 metra sundlaug. Þeir sem ekki vilja troða marvaðann geta farið í Ijós, 48°C heita gufu, heitu pottana eða hinar æsispennandi rennibrautir. Sundlaug Akureyrar er sannkölluð undraveröld fyrir börn. Meðan fullorðna fólkið flatmagar á sund- laugarbakkanum getur ungviðið gleymt sér í hoppkastala, ról- um, trampóllni, sandkössum og bílabrautum meö umferðarljós- um og rafmagnstrukkum. „Ég er afskaplega stoltur af lauginni okkar," segir Gísli að lokum. „Hér reynum við að hafa þjónust- una framúrskarandi, aðstöðuna alltaf tandurhreina og sundlaug- arstæðið er einstakt." Sundlaug Akureyrar, Þingvallastræti 21, s. 461 4455, opnunartími: virka daga frá 7-21 og um helgar frá 8-18.30. Netfang: sund@nett.is Punkturinn I himinháum sölum fyrir ofan Listasafnið á Akureyri blómstrar listagyðja almúgans í handverks- og tómstunda- miöstöðinni Punktinum. Kristbjörg Magnadóttir for- stöðumaður segir Punktinn opinn upp á gátt fyrir alla íslendinga, en einnig erlenda ferðamenn. „Hingað koma allir í þjóðfélagsstiganum, burtséð frá efnahag eða stöðuheiti," segir Kristbjörg. Þegar gengið er um sali Punktsins má sjá fólk á öllum aldri bardúsa við iðju stna. Tveggja ára mömmur spóka sig stoltar með forna barnavagna og gamlir karlar pússa lampa og saga borð. Unglingar púsla saman mósaíkvösum og konur á öllum aldri sníða, sauma, bræða gler eða hnoða leir innan um vefstóla ogjárn- smíðahögg. Kristbjörg segir sjötíu manns heimsækja Punktinn dag hvern. „Við erum með eitt til tvö ný námskeið á ári og verðum næst með námskeið í brauðmótum." I Punktinum er enginn efni- viður keyptur heldur allt endurunnið og stefnt að þvt að nýta náttúruna og skila henni betri. Barnapössun er á staðnum, kaffisjóður og allt efni selt út. „Það býr listamaður í hverj- um einasta manni," fullyrðir Kristbjörg, „en oft er dapur- legt að sjá hvernig þjóðarsál- in endurspeglast í minnimátt- arkennd margra þvt sköpun var oft barin niður í fólki af þvt aö allir áttu að vera eins. Hins vegar hafa allir þörf til að skapa, auk þess sem það er róandi og hollt." Punkturinn, Dalsbraut 1, s. 462 2711, púnkturinn@nett.is Brattur Hannes Starf Listasafnsins á Akureyri hefur einkennst af fítonskrafti t gjörgæslu Hann- esar Sigurðssonar forstöðu- manns. Það hvílir engin dreif- býlis-vanmáttarkennd yfir starfsemi safnsins og hefur Hannes verið óbanginn viö að leita til fremstu lista- manna íslands og veraldar til auka hróður þess. í ár verða ellefu sýningar hjá Listasafn- inu og má til helstu tíðinda nefna sýningu franska Ijós- myndarans Henris Cartier- Bresson, danska iistamanns- ins Pers Kirkeby og sýning- una „Frumherjar I byrjun 20. aldar" sem er yfirlitssýning tslensku meistaranna. I febr- úar og mars er norska far- andssýningin Detox t rými safnsins en að henni lokinni sýna Kristinn G. Jóhannsson og Jónas Viðar þar verk stn. „Akureyri er ekki lengur hreinn iðnaðarbær, heldur fyrst og fremst menningar- og skólabær," segir Hannes. „Listasafnið á Akureyri er mikilvægur liöur t þessari þró- un og minnir á að hér er margt í boði, ekki stður en á höfuðborgarsvæðinu. Til að festa þá tmynd frekar t sessi þarf safnið að starfa á sömu forsendum og önnur listasöfn í samkeppni um athyglina. Möguleikarnir hérna eru grtð- arlega miklir, ég tala ekki um ef bærinn ber gæfu til að stækka safnið og taka efstu hæð hússins í notkun, eins og lengi hefur staðið til. Þeg- ar það gerist mun Listasafnið á Akureyri eignast einn glæsi- legasta sýningarsal landsins og þótt víðar væri leitað." Listasafnið á Akureyri, Kaupvangsstræti 12, s. 461 2610, opið þriðjudaga - sunnudaga kl. 13-18 84 SKÝ HETJUR NORÐURSINS
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Ský

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.