Sumardvöl - 24.04.1941, Page 1
I. árgangur
Úlgefandi: Sumardwaiarnefnd barna.
1. tölublað
Barna-
dagurinn.
Undaníarin ár hefir sumardag-
urinn fyrsti verið fastur barna-
dagur í Reykjavík. Hafa þá farið
fram fjölbreytt hátíðahöld og víð-
tæk fjársöfnun til dagheimila
fyrir börn. Og að þessu sinni
verður hann helgaður málefnum
barnanna hér á Akureyri. Bæjar-
búum gefst kostur á því í dag á
ýmsan hátt að styðja að því, að
sem flest börn geti komizt burt úr
bænum í sumar.
Það er brýnni þörf á því nú en
nokkru sinni áður. Að vísu er
börnum alltaf óhollt að ráfa iðju-
laus um götur bæjarins allt sum-
arið, og njóta sumarsins að mjög
litlu leyti. En við þetta bætist nú
hernámið og ótti við framtíðina.
Það er vel viðeigandi að helga
sumardaginn fyrsta æskunni. Það
starf miðar að því að fjölga sól-
skinsdögunum í lífi þeirra barna,
sem heizt þurfa þess með. Þess
vegna á sumardagurinn fyrsti að
verða fastur barnadagur hér á
Akureyri.
Það er prófsteinn á menningu
hvers bæjar, hvernig hann býr að
uppeldi barnanna, og þó einkum,
hvað gert er til að hjálpa, þar sem
þörfin er mest.
Sumardvalarnefnd barna hér í
bænum gefur bæjarbúum í dag
tækifæri til að styrkja þetta
málefni. Og hún væntir þess, að
bæjarbúar bregðist vel við því.
Það þarf mikið fé, til þess að
kosta börn á barnaheimili í sumar
með núverandi verðlagi á öllum
nauðsynjum.
Árangurinn af starfi barnadags-
ins er ekki aðeins mælikvarði á
fórnarvilja bæjarbúa,
HELDUR MUNU HINIR
OPINBERU STYRKIR
FRÁ BÆ OG RÍKI
VERÐA í HLUTFALLI
VIÐ HINA FRJÁLSU
FJÁRSÖFNUN.
Vér heilsum sumri að þessu
sinni með óttablöndnum fögnuði.
En óskum þess af heilum hug, að
það verði þjóð vorri bjart og
gæfuríkt. Byrjum það með þeirri
hreinustu gleði, sem þekkist —
gleðinni að gleðja aðra.
Gleðilegt sumar!
Eiríkur Sigurðsson,
Til bæjarbúa.
Eins og æðimargir í þessum bæ hafa orðið varir við, höfum
vér verið á ferðipni undanfarna daga og leitað styrktar bæjar-
búa til sumardvalar barna í sveit. Hvar sem vér höfum komið
og til hvers sem vér höfum leitað, höfum vér fengið þær ágætis-
viðtökur og styrk, að vér teljum oss skylt og ljúft að votta yður
hér með okkar, og annarra hlutaðeigenda, innilegustu þakkir.
Vér þökkum alveg sérstaklega stjórn Nýja Bíó, sem í dag hef-
ir tvær sýningar algerlega fyrir barnadaginn, öllum sem í dag
verða á ferðinni með Barnadagsmerkin, Karlakór Akureyrar og
konunum öllum, sem taka stórkostlegan þátt í fjársöfnuninni.
„Sumardvöl“ þakkar og kærlega öllum auglýsendum.
Nú vitum vér, að í dag er hver hönd framrétt með fé til þess-
arar starfsemi.
Vér óskum yður öllum gleðilegs sumars.
Sumardvalarnefnd.
Barnadagurinn 1941.
í dag — á sumardaginn fyrsta — sækjast íbúar allra kaup-
staða landsins til að styrkja sumardvöl barna.
Á Akureyri eru góð tækifæri.
1. Merki verða boðin í hverju húsi og á götunum.
2. Nýja Bíó sýnir tvær sýningar kl. 5 og 9 e. h. (Sjá augl. í
blöðunum).
3. Kaffisölu hefir kvenfélagið „Hlíf“ frá kl. 3 e. h. í Skjaldborg.
Allir í eflirmlðdag'skaffi í Skjaldborg.
4. Bazar kvenfél. „Hlíf“ í Samkomuhúsi bæjarins. Byrjar kl.
2 e. h.
5. Karlakór Akui’eyrar syngur á ráðhústorgi kl. 114 e. h.
6. Blaðið „Sumardvöl“ verður selt í öllum húsum og á götun-
um.
Allt, sem inn ken&ur, gengur frá-
dráttarlaust til styrktar starfinu.
Sumardvalarnefnd barna.
Akureyringar!
Kaupið merki barnadagsins.
Ný j a-B í ó
A sumardagtnn fyrsta,
kl 5 og ki. 9, verður
sýnd myndin
með Carole Lombard
og Cary Grant í aðal-
hlutverkunum.
Allt, sem inn kem-
ur á þessum sýn-
ingum, gengur til
styrktar börnum
til sumardvalar ■
sveit.
Uppeldið í dreifli
op péiýli.
Eitt af hinum alvarlegustu fyr-
irbærum í þjóðlífi voru er flótti
fólks úr sveitinni að sjónum.
Þetta viðukenna raunar allir, og
öllum hugsandi mönnum stendur
stuggur af þessari ráðabreytni. En
þessi breyting á ráðum fólksins á
vitanlega sínar orsakir, og verða
þær ekki ræddar hér. En sú hliðin
sem snýr að uppeldinu á mölinni,
í bæjum og þorpum, er ískyggi-
legt og alvarlegt umhugsunarefni
og þarfnast stöðugrar íhugunar,
umræðu og viðleitni til úrbóta.
Þjóð vor hefir frá upphafi búið
í dreifbýli og svo að segja fram á
síðustu áratugi. Bæirnir og þorpin
eru því tiltölulega ný fyrirbrigði
í þjóðlífinu. Mikill hluti fólksins
er því að slitna úr tengslum við
þá menningu, sem þjóðin hefir al-
ið með sér í þúsund ár. Sú menn-
ing var að vísu fábreytt og að
sumu leyti fátækleg, en þjóðleg og
þáttasterk, og furðu giftudrjúg til
pesónulegs þroska.
Á hinn bóginn hefir nýmenn-
ingin í þéttbýlinu, í bæjum og
þorpum, ekki fest rætur. Þar er
allt laust í reipum enn, sem von-
legt er,
Og hin alvarlegasta hlið þess
snýr að uppeldinu. í þúsund ár
hafa sveitirnar, því nær eingöngu,
alið þjóðina upp, í samlífi við
náttúruna, við dýr og jurtir og
hið gróandi líf. Börnin hafa lifað
og starfað með fullorðna fólkinu
og lært af því mál og siði. Þau
hafa snemma orðið þátttakendur
(Framh. á. 2, síðu.J.
[LANDSBÓKASAFN