Sumardvöl - 24.04.1941, Blaðsíða 2

Sumardvöl - 24.04.1941, Blaðsíða 2
2 SUMARDVÖL Munið að vanti yður í KJÓL eða KÁPU, DRENGJAFÖT eða FRAKKA, áð- ur en börnin fara í sveitina, er leiðin til Önnu & Freyju. Bæjarbúar. sem ætla að dvelja utan bæjar í sumar, ættu að kynna sér regl- ur Sjúkrasamlags Akureyrar, um greiðslur fyrir sjúkrahjálp annarsstaðar. Allir bæjarbúar verða að muna að greiða skilvíslega iðgjöld, svo þeir fái notið réttinda. Upplýsingar um sjúkratrygginguna eru fúslega veittar á skrifstofu sjúkrasamlagsins. SJÚKRASAMLAG AKUREYRAR. » Vacuum Oil Co., þekktustu smurningsolíurnar. Útgerðarmenn, Bifreiðastjórar og vélstjórar! Vacuum er soralaus og ver vélina gegn sliti. Verzl. Eyjafjörður. Kristján Árnason. Samúel Kristbjarnarson. Símar 258 og 277. Raftækjaverzlun. Rafiagnir. Raftækjavinnustofa. Kjörskrá til alþingiskosninga í Akureyrarkaupstað, er gildir fyrir tímabilið 23. júní iQ41 til 22. júní 1942, liggur frammi almenningi til sýnis á skrifstofu bæjarstjóra frá 21. apríl til 30. maí n. k., að báðurn dögum meðtöldum. — Kærum út af skránni verður að skila á skrifstofu bæjarstjóra í síðasta lagi þrem vikum fyrir kjördag. Eftir þann tíma er ekki ‘hægt að taka kærur til greina. Bsejarstjórinn i Akureyri, 17 apríl 1941. Steinn Steinsen. Uppeldið . . . (Framh. af 1. síðu). í ábyrgðarmiklum störfum og ver- ið trúað fyrir miklu, er þegar kallaði fram ábyrgðartilfinningu og þegnskap í brjóstum þeirra. Orka þeirra fór því ekki til ónýt- is, eða verr en það. Uppeldið í sveitunum hefir því aldrei verið mjög fyrirhafnarsamt að þessu leyti. Hin lifandi náttúra, hin lif- andi störf og kyrrðin og næðið, hafa jafnan verið og eru enn hinir hollu og sterku uppalendur. Þeir, sem sveitin hefir alið upp en eru nú komnir í þéttbýlið á mölinni, skilja margir hverjir ekki enn þá breytingu, sem hefir orðið í uppeldisskilyrðum barnanna við það að flytja þau úr dreifbýlinu í þéttbýlið, úr sveit í kaupstað. Þeim finnst að þau geti átt sig sem mest sjálf, eins og í sveitinni, og þegar ærls þeirra, gauragangur og óknyttir verður áberandi, eru menn dómharðir um heimili' og skóla og spillingu versnandi tíma. En orsakirnar eru öllum skyn- bærum mönnum auðsæjar. í þétt- býlinu vantar kyrrð og næði. Sí- felldur erill, umstang og hávaði hertekur hugann og truflar alla í- hugun. Störfin vantar og samlífið við dýrin. í staðinn fyrir svo sem tug barna á bæ slær nú hundruð- unum saman á götum og strætum, þar sem fáir „gikkir“ geta æst „múginn“ til óspekta. Og freist- ingarnar og skúmaskotin eru al- staðar. Börnin læra fá störf af full- orðna fólkinu, það talar of lítið við þau. Málið læra þau svo að segja hvert af öðru á götunni. Bögumæli, sem leikur er að leið- rétta í litlum barnahóp á sveita- bæ, er óðara komið í munn hundr- uðanna í þéttbýlinu og verður ær- ið lífseigt. Þannig skapast ambög- ur og margháttaður galli í málfari og venjum. Nú má sízt af öllu gleyma því, að heilbrigð börn og óbæld og sæmilega fóðruð, búa yfir mikilli orku, og sú orka verður að fá út- rás. En það er á valdi umhverfis- ins að mestu, hvort sú orka verð- ur notuð til ills eða góðs. í stuttu máli: Þéttbýlið við sjó- inn, í bæjum og þorpum, krefst mikilla aðgerða til þess að hægt sé að ala þar upp börn svo vel fari. Það er að vísu miklu kostað til skóla þar og mikið meir en í sveitum, en það er ekki nóg. Skól- arnir eru að vísu ómetanlegir fyr- ir menningu þéttbýlisins. En það þarf miklu meira til svo vel sé. Bæja- og þorpabörn þurfa að fá meira að starfa. Allt sumarið þyrftu þau að fá að neyta orku sinnar við ræktunarstörf og skepnugæzlu, og ýmislegt það, er þau gætu beitt orku sinni á. Bezt af öllu er máske það, að börnin fái að komast út í sveitirnar á sumr- um og fái að taka þátt í störfum og lífi heimilanna. Og það er sjálf- sagt að styðja fast að því að svo megi verða um flest börn þétt- býlisins. En það er heldur ekki nóg. Fjöldi barna mun ávalt verða í bæjunum allan ársins hring.. Framtíðin mun komast að Fjársöfn- unarlistar til styrktar börnum til sumardval- ar í sveit liggja frammi á eftir- töldum stöðum: Útibúi Landsbanka íslands. Úti'búi Útvegsbanka íslands. Útibúi Búnaðarbanka íslands. Bifreiðastöð Akureyrar. Bifreiðastöð Oddeyrar. Rakarastofa Sigtr. Júlíussonar. K. V. A., matvörubúðin. Bókaverzlun Þorst. Thorlacius. Bókaverzlun Gunnl. Tr. Jónssonar Braunsverzlun. Akureyrar Apótek. Ryelsverzlun. Brauðbúð Kr. Jónssonar, Oddeyri. Vöruhús Akureyrar. Hótel Gullfoss. Hótel Goðafoss. Hótel Akureyri. Verzlunin Öxullinn. Vefnaðarvörudeild K. E. A. Járn- og Giervörudeild K. E. A. Skrifstofa K. E. A. Verzlun K. E. A., Hafnarstr. 20. Pöntunarfélag verkalýðsins. Verzlunin Gudmann. Skjaldborg. Verzlunin Eyjafjörður. Stjörnu Apótek. Nýi Söluturninn. Á k ureyringar Styrkið gotl málelni. raun um það, að t. d. bæjunum er nauðsynlegt að hafa með höndum ýmsar framkvæmdir, þar sem börn og unglingar, er slangra á götum þeirra sumarlangt, séu skyld til að vinna að. Og margs fleira mun við þurfa. En vinnan er ungviði lífsnauðsyn. Hún stælir líkaman og styrkir skapgerðina. Og hvorstveggja þarf með. Hún er því eitt hið fyrsta boðorð alls upp- eldis. Það sem nú hefir sagt verið er almenns eðlis og á við á hverjum tíma. En allir vita að nú stendur sérstaklega á hér hjá oss. Sumir bæir vorir, t. d. Akureyri, eru setnir af erlendum her. Þetta skapar margskonar hættur fyrir allt uppeldi í bæjunum, og því er alveg sérstök ástæða til að hafa sem allra fæst börn hér á götun- um í sumar. Þetta þurfa allir að skilja og hver maður að leggja eitthvað af mörkum, svo hægt sé að koma sem flestum börnum í sveit, og þá helzt að störfum og daglegu lífi sveitafólksins. Þótt framtíðin sé skuggaleg og óviss, — „lítið sjáum aftur, ekki fram —“, þá er það víst, að börn- um okkar og samfélagi öllu er það hollt, að þau verði hrifin frá götu- slangrinu og hermennskunni, að gróandi lífi og starfi sveitanna. Styðjum fast að því. Snorri Sigfússon,

x

Sumardvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sumardvöl
https://timarit.is/publication/1821

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.