Alþýðublaðið - 06.11.1925, Síða 1

Alþýðublaðið - 06.11.1925, Síða 1
Alþýðublaðið Crefið lit af Alþýðuflokknum 1925 Föstudaginn 6. nóvember. 260. tölublað. ELDVIGSLAN Öpið bréí til Kriistjáns Albertssonar. Vinn það ei fyrir vinskap manns, að víkja af götu sannleikans. Hallgrímur Pétursson. I. Gamli og góöi vinur! í 41. blaði Varðar þetta ár haíið þér svo mikið við að gera bréf mitt til Árna Sigurðssonar fríkirkjuprests að umtalsefni og flytja ljósmynd af höfundinum. Mér er það óvenjulegt ánægju- efni, að þér, værukær íhaldsrit- stjóri, hafið svo vakandi auga á hnignun síðustu tíma kirkj- unnar, að þér eruð mér i raun og veru sammála um meginefni bréfsins. En meginefnið í bréfi mínu til Árna prests var einmitt mjög svipað því, sem þér orðið á þessa leið í grein yðar í Verði: »Það er og verður heilagur sannleikur, að fjölmargir þeirra, sem gerast sálnahirðar í þessu landi, hafa valið guðfræðinám- ið af þeirri einni ástæðu, að það er skemsta leiðin í embætti. Og því meiri virðingu, sem menn bera fyrir stöðu prests- ins, þvi hærri hugmyndir, sem menn gera sér um köllun hans, því síður ættu þeir að iá þeim, sem ekki geta varist stóryrðum, er þeir hugleiða sviksemi þeirra manna, sem ósnortnir af kenn- ingum Krists setjast á skóla- bekk til þess að búa sig undir að boða trú hans.« En svo fatast dómgreind yðar að fylgja.þræði sannieikans. Þér eruð mér sammála um, að þessi »sviksemi« prestanna sé vítavert athæii. En í stað þess. að þakka mér hreinskilnislega fyrir, að ég hefi riðið á vaðið með að víta hana, þá drepið þér áhrifunum af vandlætingu yðar á dreif með því að beina athygli lesandans frá prestunum að mér. Og það gerið þér með þeim hætti að hauga upp útúr- snúningum og ósannindum um sjálfan mig og tilgang minn með bréfi mínu til séra Árna. Kristján Albertsson. Ég hefði sannarlega getað búist við öðru af yður. Ég hefði vissulega gert ráð fyrir, að yð- ur fyndist það helzt til hvers- dagslegt ræktarleysi til sann- leikans, að slöngva því upp í opið geðið á alþjóð manna, að umvandanir mínar stjórnist af illum hvötum, reiði, persónulegu hatri og þar fram eftir götunum. Til þess að breiða yfir hnign- un prestastéttarinnar reynið þér að læða þeirri lygi inn í hug- skot lesandans, að ég sé sömu spillingunni undirorpinn og ég vítti hana fyrir. Mér farist þess vegna ekki um að tala. Og þetta hafið þér samvizku til að segja þúsundum manna þrátt fyrir það að hafa þekt mig í ein þrettán ár. Eg freistast næstum til að halda, að þér fórnið þarna mannorði mínu til þess að geðjast hræsni flokksbræðra yð- ar. Árni prestur, Magnús dó- sent og Jón biskup teljast allir til sama stjórnmálaflokksins og Farísearnir á dögum Krists. Þá sný ég mér að einstökum atriðum í rangfærslum yðar. II. fér segið, að bezt fari á því, að þeir, sem víti hræsni og trú- leysi prestanna, séu ekki sjálfir með samamarkinu brendir. Með þessu gamla yfirskins-heilræði gefið þér í s'kyn, að ég sé bæði trúleysingi og hræsnari. Ég játa það með yður, að illa sitji á hræsnurum að segja hræsnurum til syndanna. En hitt virðist mér í alla staði sanngjarnt, að heimta megi trú og hreinskilni af presti sínum, sem hefir útvalið sig til að boða trú og fagurt siðferði. Ég hefði reyndar búist við, að þér þektuð sjálfan yður of vel til þess, að þér árædduð að heimta það af siðameisturum, að þeir breyttu eftir kenningum sínum. Sjálfur hafið þér gerst siðameistari. Pér hafið vítt mis- kunnarlaust stjórnmálahneyksli og blaðaspillingu pólitískra and- stæðinga yðar. Pér hafið úthelt yður yfir alt þeirra háttalag með tífalt meiri gífuryrðum, tí- falt hátíðlegri vandlætingu en ég hefi árætt að sakfella prest- ana. En þér forðist að víkja nokkurn tíma einu orði að blaðalygum og landsmálaspill- ingu pólilískra samherja yðar. Og þó vita bæði guð og menn, að ávirðingar andstæð- inga yðar eru að eins sem dropi I

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.