Alþýðublaðið - 06.11.1925, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 06.11.1925, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ i veraldarhafinu í samanburði við pólitíska lesti flokksbræðra yðar. í sumar varð það hneyksli uppvíst, að fáeinir Vestur-Skaft- fellingar höfðu falsað skriflega nokkrar uppsagnir að Verði. þetta háttalag víttuð þér af há- tíðlegri andakt og spámannlegri vandlætingu. Pér reynduð að sýna alþjóð manna það svart á hvítu, að þvílíkt framferði væri átakanlegt dæmi um ólifnaðinn í Sódóma andstæðinga yðar. En yður hefir enn þá láðst að víta annað, sem var þó þessu meira. Haustið 1923 falsa flokksbræður yðar heila Alþing- iskosningu í einu kjördæmi landsins. . t*eir senda falsaðan þingmann á löggjafarþing þjóð- arinnar. Og meiri hluti þings- ins, þar á meðal allur íhalds- flokkurinn, gleypir við þessu falsaða þingmannsefni meö lyst villidýrsins. J?ó var kosningin kærð með svo öflugum rökum, að engum hálfvita gat blandast hugur um, að þó nokkur at- kvæði þingmannsins væru mið- ur ráðvandlega fehgin. Þetta veit hvert einasta mannsbarn í kjördæminu, þar sem þessi glæpur var framinn. Og svo blygðunarlaust er þar hugrekki flokksbræðra yðar, að þeir hafa beinlínis hælst um þetta póli- tíska afrek sitt. Með atkvæði þessa falsaða þingmanns hafa húsbændur yð- ar og flokksbræður unnið öll sín flónskuverk á þingi tvö síð- ustu árin, sum til þess að lát- ast draga landið upp úr skulda- feninu, sem þeir einir söktu því niður í á aflaárunum eftir heims- styrjöldina, en önnur til þess að geðjast bröskurum og ómerki- legum kaupahéðnum, sem hafa leigt þá til að annast hagsmuni sína á Alþingi. Með tilstyrk þessa falsaða atkvæðis hafa þeir reynt af öll- um mætti að rýra andleg störf og andlegt lif í landinu. Með fylgi þessa falsaða at- kvæðis reyna þeir að tvöfalda nefskatt og kirkjugjöld. Með atbeina þessa falsaða atkvæðis kosta þeir kapps um að lækka svo skatta á stór- eignamönnum, að í Reykjavík einni saman hefði sú lækkun numið nálægt 600 000 krónum á þessu ári. Með styrk þessa falsaða at- kvæðis vilja þeir svifta fátækan almenning sjúkrahússvist með því að afnema ríkisskyldu til að kosta berklasjúklinga. Með atfylgi þessa falsaða at- kvæðis reyndu þeir fram í rauð- an dauðann að íþyngja þjóð- inni með ríkislögreglunni, sem átti að berja á fátækum verka- mönnum í kaupdeilum. Með tilbeina þessa falsaða at- kvæðis drepa þeir tillögu Jóns Baldvinssonar um einkasölu á fiski og síld. Með jákvæði þessa falsaða atkvæðis hafa þeir staðið á móti endurbótatillögu Alþýðuflokks- ins á fátækralöggjöfinni, og er hún þó tvímælalaust einhver ó- mannúðlegasta svívirðing, sem nokkurn tima hefir verið skjal- fest í »kristnum heimi«. Með tilverknaði þessa falsaða atkvæðis leggja þeir 30 króna skólagjald á hvern nemanda í opinberum skóla. Með játningu þessa falsaða at- kvæðis samþykkja þeir gengis- viðauka, sem hækkar eldri tolla um 25 aura af hverri krónu. Með velþóknun þessa falsaða atkvæðis lögfesta þeir verðtoll- inn, sem nemur 10—30°/o af innkaupsverði fjölda vöruteg- unda. Með samþykki þessa falsaða atkvæðis afnema þeir landsverzl- un á olíu og tóbaki og svifta þar með ríkissjóð hundruðum þúsunda króna tekna á hverjuári. Og í krafti þessa fajsaða at- kvæðis situr hér að völdum eigingjörn íhaldsstjórn, hugsjóna- laus, áhugalaus, hugmyndalaus, menningarlaus, andlaus og vit- laus. Retta virðist mér öllu róttæk- ari stjórnmálaspilling en þó að nokkrir spjátrungar í Vestur- Skaftafellssýslu falsi uppsögn að Verði, og fer þó fjarri, að ég mæli slíku háttalagi bót. Yfir þessari siðleysissamábyrgð póli- tískra fulltrúa íhaldsins hafið þér þagað fram á þennan dag. Sú þögn yðar hefði átt að geta komið vitinu fyrir yður að núa mér þvi ekki um nasir, að ég breytti ekki eftir kenningum mínum. Hér þykir mér vel hlýða að skjóta inn nokkrum orðum um sams konar heilindi, sem steðj- að hafa að mér úr garði sumra klerkanna. Þeim hefir á orðið sama yfirsjónin og sjálfum yð- ur. Þeir, sjálfir leiðtogar kirkj- unnar, heimta hitt og þetta af mér, sem þeir hafa aldrei verið færir um að uppfylla sjálfir. Þeir hafa staðið áratugum sam- an í predikunarstólnum og mylgrað förðuðu heilræðagumsi ofan í sofandi lýðinn. En svo litla lotningu hefir allur fjöldi þeirra borið fyrir þessu kenn- ingamoði sínu, að þeir hafa jafnvel gengið á undan skepn- unum í hjörðinni í að vanvirða og fótum troða siðapredikanir sínar. Þeir braska, ágirnastpen- inga, okra, safna auði, Ijúga, bak- naga og blossa af reiði. Peir hakka í sig dauða kindarskrokka, éta tóbak, drekka áfengi og drýgja hór. Nú koma þessir hræsnarar og saka mig um, að ég lifi ekki eftir kenningum mínum. Ef prestarnir bæru endurreisn kristindómsins í raun og veru fyrir brjósti, þá myndu þeir þakka mér fyrir það að hafa sagt þeim til syndanna. Prest- unuin ætti einkum að vera sú ásökun aufúsugestur, að þeir séu of lítið kristnir. En aftur á móti væri ástæða til, að þeir bannfærðu mig, ef ég sakaði þá um ofkristni og hvetti þá til að sökkva enn þá dýpra í heiðing- lega veraldarhyggju. En lotningu þeirra fyrir kenningum kristin- dómsins skuluð þér marka á því, að nú fitja þessir hempu- svörtu »drottins hundar«x) upp á trýnið, af því að ég hefi hvatt þá til að gera sér meira farum að feta í fótspor meistarans. »Vei yður, fræðimenn og Fari- sear, þér hræsnarar.« En eruð þér nú sannfærður um, að jafnvel ég, lílilsvirtur leikmaður, hafi brotið boðorð þau, sem ég hefi talið leiðtogum kirkjunnar skylt að halda ? Hvað hefi ég ken't í bréfi mínu tií séra Árna ? Fyrir hvað hefi ég vítt þar prestana? Og hvað hefi 1) »Drottins hundar« (domini ca- nes) voru svartmunkar kallaðir. Aths. Alp.bl.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.