Alþýðublaðið - 06.11.1925, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 06.11.1925, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 ég brotið? Pað skal ég sýna yður, III. t*ér kallið mig argastahræsn- ara. Og mér skilst á skrifiyðar, að hræsni mín eigi einkum að vera fólgin í þessum syndum: 1) að ég segisí skulu minnast séra Árna í bænum mínum, 2) að ég kveð hann með kærri vinsemd, 3) að ég býð honum að koma til mín og læra af mér, 4) að ég sé sjálfur trúlaus, 5) að ég dýrki mammon. Fyrstu syndina hefi ég skýrt fyrir yður einslega. Pér vitið nú, að það atriði er þann veg vax- ið, að ég hliðra mér hjá að sanna sakleysi mitt með þvi að herma frá því opinberlega. En hins vegar vona ég, að þér sé- uð nú komnir á þá skoðun, að fyrirbænir mínar íyrir Árna presti brennimerki mig ekki hræsnara. IV. Það er satt. Ég kveð séra Árna með kærri vinsemd. Hvernig ætti ég að kveðja hann öðru vísi ? Ég hefi aldrei borið vott af persónulegum kala til Árna Sigurðssonar. Við höfum þekst í mörg ár og meira að segja verið sæmilegir kunningjar. Og það kunningjaþel erenn óbreytt af minni hálfu. Séra Árni hefir aldrei gert neitt á hluta minn. En hann hefir vanvirt skoðanir og mál- efni, sem ég ber fyrir brjósti. Ég hefi að eins lýst þeim þátt- um í eðlisfari hans, sem vita að opinberu lífi og hafa svikist um að starfa að almenningsheill. Ég sýndi fram á og vítti það miskunnarlaust, hve ósæmiiegt at- hæfi það væri, að þeir, sem veldu sig til að innræta almenningi trú og skoðanir, þyrðu hvorki að hafa trú né skoðanir vegna þess, að þeir óttuðust almenn- ingsálit og embættismissi. Fyrir slíka sviksemi vítti ég Árna af- dráttarlaust. En ég lýsti yfir því jafnframt, að hann væri ekki eini presturinn, sem væri undir þessa syndina seldur. Þorri kristinna presta mætu mammon meira en sáluhjálpina. Og Árni væri rétt eins og prest- ar gerast. En ég fórnaði honum sem lifandi dæmi um úrkynjun og ræfilshátt prestastétíarinnar. Og séra Árni ætti að kunna mér þakkir fyrir þessa fórn. f*að verður víst í eina skiftið, sem nokkrum dettur í hug að fórna honum fyrir réttan málstað. Ég auðvirti ekki séra Árna. Ég lýsti honum. Og sönn sál- arlífslýsing getur aldrei gert neinn að minna manni en hann er. Árni er orsök í skapgerðar- brestum sínum, en ekki ég. Ég hefi ekki skapað Árna Sigurðs- son. Vér eigum að umbera og fyr- irgefa þá bresti náunga vors, sem ekki snerta beinlínis al- menningsheill. En oss ber að víta hlífðarlaust allar þær ávirð- ingar, sem velferð almennings stendur hætta af. Ég kvaddi Árna með kærri vinsemd vegna þess, að ég sagði honum ekki til syndanna af grimd og hatri, heldur afhátíð- Iegri vandlætingu fyrir heilögu málefni. Ég mun hafa vakandi auga á kennidómi hans eins og handverki annara drottins þjóna. Undir eins og hann fer að kenna í anda Jesú Krists, þá skal ég verða fyrstur manna til að bá- súna dýrð hans í blöðum lands- ins. Og þegar ég heyri, að búið sé að gera hann arfiausan fyrir að lifa eftir kenningum Jesú Krists, eins og henti hinn heil- aga Franz frá Assisi, þá skal ég kasta frá mér skriffærunum og sitja í þögulli andakt við fætur meistarans, það sem eftir er æfidaganna. Séra Árni Sigurðsson hefir orðið fyrir þeim ósköpumþegar í lifanda lífi, að alþýða fólks hefir sagt af honum æfintýri eins og ýmsum öðrum mikil- mennum mannkynssögunnar. þetta æfintýri er sagan um heim- för hans til Haralds prófessors. Um menn eins og Forlák helga, Guðmund biskup góða, Jónbisk- up Vídalín og Jesú Krist hefir einnig myndast urmull æfintýra og helgisagna. En sumum kann að finnast, að þær lofi öllu meira meistarana en þessi eina helgisaga, sem komist hefir á gang um Árna prest og jafnvel þeir, sem þektu hann bezt, voru svo einfaldir að trúa. V. Það segið þér einnig bera vitni um hræsni, að ég býð Árna að koma til min og læra af mér. Yður finst það blægilegt, að prestarnir geti lært af mér hjart- ans auðmýkt og fyrirlitningu á mammoni. 1*6118 er klámhögg hjá yður. Ég hefi aldrei vítt neinn prest fyrir skort á auðmýkt. Ég hefi miklu fremur vítt þá fyrir of mikla auðmýkt. Ég hefi átalið þá fyrir þá auðmýkt við almenn- ingsálitið, að þora ekki að berj- ast fyrir einni einustu nýrri skoðun eða kristilegri hugsjón. Það væri sannarlega lakasta lygin, sem hægt væri að bera prestum á brýn, að þá skorti hjartans auðmýkt. Flestir prestar eru brjóstumkennanlegir aum- ingjar fyrir of mikla auðmýkt. Það, sem þá vantar, er sann- færingarvissa, skoðanir, hug- rekki, djörfung, hreinskilni, vold- ugur uppreisnarandi gegn rang- lætinu og ánauðinni í heiminum. Og þetta er þaö, sem ég hefi vítt þá fyrir. i Dirfist þér að saka mig um skoðanaleysi og ótta við almenn- ingsálitið? Eruð þér svo ósvífinn að væna mig um skort á hrein- skilni? Áræðið þér að segja skoðanabræörum yðar, að mig vanti uppreisnarhug? Hefi ég ekki bakað mér hatur og fyrirlitningu flestra »betri borgara« fyrir það eitt, að ég hefi ástundað hreinskilniogþorað að hafa skoðanir? Lifi ég ekki fyrir þá einu, guðdómlegu hug- sjón, að sjá morgungust nýrrar menningar blása burt þjóðfélags- spilaborg og trúarþoku þessarar rangsnúnu aldar eins og ryki af helgri bók. Og það er trúa mín, að dagur þinnar storknuðu, eigingjörnu vélamenningar sé þegar hniginn til viðar. Ég hefi yðar eigin orð fyrir því, að »enginn núlifandi ís- lendingur« skrifi »svipmeiri ó- bundinn stíl en Pórbergur f*órð- arson«; fáir séu hans jafningjar. Hitt mun enginn bera brigður á, sem þekkir lífskjör mín, að ég sé jafnframt einhver fátækasti íslendingur, sem nú ritar óbund- ið mál. Haldið þér, að slíkur rithöfundur þyrfti að troða stigu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.