Alþýðublaðið - 06.11.1925, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 06.11.1925, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ endalausrar örbirgðar? Er sá stjórnmálaflokkur, sem þér þjón- ið, svo heimskur og andlaus, að hann hafi enga þörf fyrir úrvals-rithöfunda? Eða eru allir skriffinnar hans svo fyrirferðar- miklir í grandvöru líferni og góðum siðum, að einum nýjum, heiðarlegum ritsnillingi væri þar ofaukið? Finst yður það nokk- ur Qarstæða, að ég hefði getað unnið mér inn fleiri skildinga og aflað mér aurasælla álits með því að gerast lifið og sálin í íhaldsflokknum og skrifa and- rfkan óhróður um samvinuu- félög og alþýðusamtök heldur en að beita hæfileikum mínum í þjónustu öreigastefnu, sem ekk- ert á til annað en hugsjónir sinar og háðulega fyrirlitningu hvers einasta manns, er talist getur fær um að standa á víxil- láni í banka? Óttist þér, að mig hefði brostið stílgáfu til að ljúga á við Valtý, Jón Björnsson, Sig- urð Kristjánsson, Pál Jónsson og fleiri ónefnda? Búist þér ekki jafnvel við, að orðasöfnunarstyrkur minn hefði veriðöllu beturtryggðuráAlþingi, ef ég hefði skrifað fræðilegar lofgreinar um fjármálaþrekvirki Jóns Porlákssonar og ritað sið- ferðilegar hugvekjur til vegsemd- ar Krossanessreið monsérs Magn- úsar Guðmundssonar? Gerið þér ráð fyrir, að ég hefði verið sviftur kenslustörfum við Verzlunar- skólann, ef ég hefðí haft sömu siðferðishugmyndir og meistari Jóu Brynjólfsson leðursali og klappað fyrir trúarrógi Magnúsar dósents Jónssonar? Eða hyggið þér, að ég hefði verið rekinn frá Iðnskólanum þvert á móti vilja skólastjóra og nemenda, ef ég hefði haft geð til að hræsna með Knud Zimsen á bænasamkund- um í K. F. U. M. eins og aðrir faglærðir falsarar? Og þó eru þetta alt hlægilegir smámunir. Ég er albúinn að fórna hverju sem vera skal fyrir skoðanir mínar. Ég gæti aldrei afneitað einu stafstriki af sann- færingu minni hvorki fyrir upp- hefð þessa heims né himneska sælu. Skoðanir mínar eru rót- gróinn vernleiki, sem ég hefi gert að óaðskiljanlegum hluta af mínum innra mannl með athug- un, lestri og íhugun. Og enginn máttur myndi megna að hagga þeim eða breyta annar en nýrri og betri þekking. Mér hefir aldrei komið til hugar að haga skoðunum mínum eftir því, hvort hinum eða þessum kynni að líka betur eða ver. Skoðanaval , mitt er undantekn- ingarlaust reist á hugmyndum mínum eða þekkingu um mis- mun á réttu og röngu. Mér er það meðfæddur eiginleiki að fylgja því skilyrðislaust, sem ég tel sannleikanum samkvæmt. Og þeirri sviksamlegu tilhneig- ingu hefir meira að segja aldrei skotið upp í vitund minni, að »víkja ofurlitið við« hugmyndum mínum um mismun á réttu og röngu eftir efnum og ástæðum. Og þó sé ég menn í öllum stétt- um, alla leið ofan frá kamar- mokaranum og niður til ráð- herrans, vinna fyrir sér og afla sér auðs og álits með því að falsa sannleikann og svíkja skoð- anir sinar. Ég myndi ekki af- bera þær sálarkvalir, sem jafn- auðvirðilegur loddaraskapur myndi baka mér. Ef ég breytti gegn sannfæringu minni, jafnvel í smámunum lífsins, myndi ég fá botnlausa fyrirlitningu á sjálf- um mér. Dag og nótt myndi ég þjást af andstygð og tærast upp af samvizkubiti. Ég vítti séra Árna eingöngu fyrir sannfæringarskort, óhrein- skilni og skoðanaótta. Nú dylst yður ekki — og það hefðuð þér reyndar átt að vita áður —, að ég er maður, sem þori að hafa sannfæringu, er gæddur hrein- skilni til að halda henni á loft og áræði til að standa við hana í verki, hvort sem hinum eða þessum þykir ljúft eða leitt. Og það var einmitt þetta, sem ég vildi kenna séra Árna Sigurðs- syni, er ég bauð honum að koma til mín og læra af mér. Dulspekingur einn hefir sagt, að hugrekkið sé undirstaða allra annara dygða. Þetta er rétt. Kærleikur og vitsmunir koma að litlu liði, ef manninn skortir djörfung til að auðsýna kærleika og hugrekki til að hugsa. Hvað stoðar það bróður minn, sem staddur er í lífsháska, þótt ég aumkist yfir hann, ef mig brest- ur áræði til að reyna að bjarga lífi hans? Litið á góðsama rolu- mennið, sem skortir hugrekki til að ganga vegu réttlætisins. Hann hagar breytni sinni eftir boði þeirra og banni, sem eru honum voldugri eða viljasterkari. Þótt samvizka hans hrópi í eyru honum og segi: Þetta er rangt, þá áræðir hann ekki að fylgja röddu réttlætisins, ef skálkurinn heimtar, að hann þjóni rangs- leitninDÍ. Þannig getur góðsemi hans og roluskapur orðið orsök í óréltlæti og óþokkaverkum. Og þær syndir eru verstar, sem stafa af ótta við að gera guðs vilja. Ég hefi séð marga góð- hjartaða vini mína á hvíldar- lausum flótta undan guðsríki af ótta við að falla í ónáð and- skotans. VI. Þér berið mér á brýn trúleysi. Sú var tíðin, að ég var álíka sannfæringarlaus í andlegum efnum og séra Árni Sigurðsson. En síðan eru nú liöin átta ár. Ég þráði þrotlausa þekkingu. Og ég þráði ekki að eins þekkingu á veraldlegri vizku. Mig þyrsti einnig í þekkingu á andlegri speki. Ég las og íhugaði árum saman fjölda rita um heimspeki, spíritisma, guðspeki og ind- verska dulspeki. Ég gekk hrein- lega til verks og las flest af þessu með dæmafárri reglusemi og vandvirkni. Og með iðni og þolinmæði hefi ég iðkað and- legar æfingar ár eftir ár. Vakinn og sofinn hugleiddi ég þessi fræöi fram og aftur, velti þeim fyrir mér alla hugsanlega vegu og var langt kominn með að skrifa bók um sköpunarkenn- ingarnar. Fyrir þessa löngu og erfiðu áreynslu öðlaðist ég full- komna vissu um margvísleg andleg sannindi, þar á meðal, að sálin lifði sjálfstæðu vits- munalífi eflir líkamsdauðann. Ég hygg það því nokkurn veginn falslaust, að séra Árni Sigurð- son gséti einnig lært ýmislegt af mér í þessum efnum. Þetta hélt ég að þér hlytuð að viia. En ef þér vitið það ekki eða ef þér trúið mér ekki og ef þér óskið að ganga úr skugga um það, þá skuluð þér leita fræðslu hjá þeim, sem mest hafa umgengist mig og þekkja mig bezt.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.