Alþýðublaðið - 06.11.1925, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 06.11.1925, Blaðsíða 7
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 að varpa Ijósi yfir vísindamensk- nna og réitlætið á Alþingi. Nú hefi ég sýnt yður, að ég hefi bæði veizt að þeim opin- berlega, sem hafa verið með og móti styrk ’til orðasöfnunar. En ég hefi því miður aldrei skamm- að nokkurn mann opinberlega fyrir að vera móti orðasöfnun. ?eir, sem ég hefi vítt eða gert gys að, eru flestir menn í ábyrgðarmiklum stöðum, er all- ur almenningur á meira eða minna heill sina undir. Af slík- um mönnum krefst ég að sjálf- sögðu viturlegri skoðana, meiri þekkingar, meiri ráðvendni, meira réttlætis, meiri mannúðar, meira drenglyndis, meira víðsýn- is, meiri hreinskilni, meiri ein- urðar, meiri sannleiksástar og meiri höfðingsskapar heldur en ég get heimtað af sauðsvörtum almúganum, sem þeir hafa tek- ist á hendur að »leiða til lífs- ins«. Ég skygndist*um í öllum stéttum og stöðum þjóðfélagsins. Ég fór þorp úr þorpi, hús úr húsi og bæ frá bæ. Ég kom til kamarmokaranna með »súkku- laðisvagnana«, til götusóparanna, vændiskvenna, vinnustúlkna, búsmæöranna, erfiðismanna, sem bera hita og þunga dagsins á eyrinni, sjómannanna, fiski- kvennanna, iðnaóarmannanna, bændanna, kaupsýslumannanna, útgerðarmannanna, kennaranna, lögmannanna, læknanna, prest- anna, blaöamannanna, rithöf- undanna, skáldanna, bankastjór- anna, alþingismannanna, prófes- soranna og ráðherranna. Og ég gekk úr skugga um, að meðal leiðtoganna voru skoðanirnar bagsmunastrit, þekkingin dauð- ur bókstafur, ráðvendnin ótrú- menska, réttlætið rangsleitni, mannúðinsjálfselska, drenglynd- ið varmenska, víðsýnið skamm- sýni, hreinskilnin fláttskapur, einurðin óhreinlyndi, sannleiks- óstin bragðvísi og höfðingsskap- urinn lítilmenska. Og ég, sem hefi alt af talið mig mesta smæl- ingjann meðal hinna smæstu, fyltist undrun og skelfingu. Og ég settist niður og tók mér penna í hönd til þess að bera sannleikanum vitni. Ef ég héfði miðað ádeilur minar við eiginhagsmuni, myndi ég sannarlega hafa farið öðru- vísi að rá'öi mínu. Þér getið reitt yður á, að þorri þeirra þing- manna, sem ég hefi átalið i skrif- um mínum, myndu hafa rétt upp báðar hendur með styrk til mín, ef ég hefði haft lyst á að skjalla þá. Svo náin kynni hefi ég haft af guðseðli mannlegrar náttúru. IX. Þér brigzlið mér um galía og geðvonzku. Mér hefir aldrei kom- ið til hugar, að gallar mínir væru ekki miklir og margir, og þá sorgarsögu má því miður maður manni segja. Blöð vor og bókmentir væru fullkomnari mannanna verk en raun ber vitni um, ef blaðamenn vorir og rithöfundar væru gallalausir. Þó þykir mér það næsta senni- legt, að kunnugum komi geð- vonzka mín ærið ókunnuglega fyrir sjónir. Að öllum jafnaði er ég geðprýðin ein og góð- menskan uppmáluð. En ég er fæddur með þeim ósköpum að ala sífelt 1 brjósti brennandi á- huga á andlegum efnum. Ég hefi lengstum lifað fyrir þekk- ingu og verið fanginn af skoð- unum og hugsjónum. Og ég fyll- ist sársauka og vandlætingu, þegar ég heyri hina voldugu morðkvörn auðvaldsins maia meginþorra mannkynsins niður í ánauð, dauða og tortímingu. Og ég get ekki á mér setið að segja þessum samvizkulausu mölur- um mammons afdráttarlaust til syndanna. Ég tala til gervalls mannkynsins, þó að örlögin hafi gert mig svo hlægilegan að skrifa mál, sem einar 100 000 manna eru færar um að stafa sig fram úr. Við erum báðir geðvondir siðameistarar í þessum skiln- ingi. En munurinn á hinni úr- illu spádómsgáfu okkar er þessi: Þér skammið þá, sem risa gegn íhaidsstefnunni. Ég víti þá, sem viðhalda henni. í*ér verjið kröftum yðar til þess að halda hlifiskildi yfir gcrspiltu og úreltu menningar- leysi. Ég kosta kapps um að rifa það niður og ryðja nýrri og feg- urri menningu braut. Þér skammið smásyndir and- stæðinga yðar, en þegið hæði yfir smásyndum og stórsyndum flokksbræðra yðar. Ég deili á stóx-syndir andstæð- inga minna, en þegi yfir smá- syndmn samherja minna. Þér gerið þess vegna auka- atriðin að aðalatriðum, en þegið um aðalatriðin. Ég fjalla um aðalatriðin, en geng þegjandi fram hjá auka- alriðunum. Báðir erum við engu síður hugsjónamenn. En þessi er mun- urinn á hugsjónum okkar: Þér fórnið mannorði yðar fyrir yfirdrottnun íhaldsstefnunnar. Ég legg álit mitt í sölurnar fyrir sigur jafnaöarríkisins. Þér bíðið eftir spámönnum, sem starfi í anda Jóns Þorláks- sonar og' viðhaldi siðspillingunni með kjósendafundum og 50 anra gengisbæklingum. Ég vænti spámanna, sem vinni í anda hinna voldugu mann- kynsfræðara og skapi nýja sið- menningu með himneskum op- inberunum og heilögum ritn- ingum. Þér eruð botndreggjar deyj- andi ómenningar. Ég er svalalind býrrar sið- menningar. Þér eruð síðustu leifar gamla tímans. Ég er ljósberi nýrrar aldar. X. Þér vitnið í þessi hjartnæmu orö Jesú Krists: »Dæmið ekki, svo að þér verðið ekki dæmdir . . .« Ef þér meintuð það á raun og sannleika með þessari áminnÍDgu, að ég mætti ekki taka mér dómsvald yfir ávirð- ingum annara, þá hafið þér gleymt sjálfum yöur enn þá einu sinni of hreinskilnislega. Enginn hefir þrumað þyngri refsidóma yfir brestum náung- ans en einmitt þér. Hví dirfist þá grunnhyggni yðar að vanda um við mig? En trúið þér nú i raun réttrx, að með þessu gullvæga boðorði hafi Kristur ráðið heiminum það heilræði, að menn í ábyrgðar- miklum stöðum ættu að fá að misbeita embætti sínu óáreittir? Einhvers staðar minnir mig hann segja sögu af ótrúum þjóni, sem fékk anzi slæma útreið hjá hús- bónda sfnum. En nú í svipinn

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.