Árbók íþróttamanna - 01.12.1947, Qupperneq 61
28. og 29. ágúst. — Spjótkast: 1. Ingólfur Arnarson, Þ. 44,53 m. 2. Jón
Vídalín, T. 37,44 m. 3. Jón Scheving, T. 34,56 m. 100 m. hlaup: 1. Sveinn
Þórðarson, Þ. 12,3 sek. 2. Símon Waagfjörð, Þ. 12,7 sek. 3. Jón Vídalín, T.
13,0 sek. Langstökk: 1. Sveinn Þórðarson, Þ. 5,78 m. 2. Valtýr Snæbjörns-
son, Þ. 5,63 m. 3. Jón Vídalín, T. 5,52 m. Sleggjukast: 1. Símon Waagfjörð,
Þ. 35,21 m. 2. Karl Jónsson, T. 30,21 m. Kringlukast: 1. Valtýr Snæbjörns-
son, Þ. 11,79 m. 2. Ingólfur Arnarson, Þ. 11,46 m. 3. Símon Waagfjörð, Þ.
10,61 m. Hástökk: 1. Sigurbergur Hávarðsson, T. 1,63 m. 2. Jón Vídalín, T.
1,57 m. 3. Sveinn Þórðarson, Þ. 1,51 m. Þrístökk: 1. Sveinn Þórðarson, Þ.
12,55 m. 2. Símon Waagfjörð, Þ. 12,12 m. 3. Jón Vídalín, T. 11,78 m.
Erlendar fréttir 1946
Vegna rúmleysis verður aðeins drepið á það helzta og þá fyrst og fremst
Evrópumeistaramótið í Osló og þau mót, sem Islendingarnir tóku þátt í
erlendis eftir Osló-mótið. Auk þess birtist eftir venju heimsafrekaskrá, sem
nær til 6 beztu manna í hverri íþróttagrein árið 1946, en því miður er
enginn íslendingur í henni að þessu sinni. — Lítið var sett af heimsmet-
um árið 1946, en þessi eru þau helztu:
300 yards hlaup: Mc Kenley, U.S.A........................ 29,8 sek.
440 yards hlaup: Sami ...................... 46,2 sek.
1000 metra hlaup: R. Gustafsson, Svíþjóð ................ 2:21,4 mín.
4x800 metra boðhlaup: Sænsk landssveit .................. 7:29,4 mín.
Kringlukast: Adolf Consolini, Italíu .................... 54,23 m.
Kringlukast: Bob Fitsch, U.S.A........................... 54,93 m.
I Evrópu fóru fram margar millilandakeppnir í frjálsum íþróttum og
báru Svíar höfuð og herðar yfir þau lönd, sem þeir kepptu við.
Haustið 1945 hóf sænska frjálsíþróttasambandið rannsókn á því, hvort
sænskir frjálsíþróttamenn hefðu gerzt brotlegir við áhugamannareglumar.
Kom í ljós, að nokkrir tugir frægra íþróttamanna höfðu ekki hreint mjöl í
pokanum hvað þetta snerti. Eftir miklar deilur í blöðum og manna í milli
tók sambandið vorið 1946 rögg á sig og dæmdi 3 frægustu hlaupara Svía,
Gunder Hágg, Arne Andersson og Henry Kálerne (sem þá var hættur keppni)
frá keppni ævilangt. Fáeinir voru dæmdir frá keppni í 1—2 ár og enn aðrir
í nokk. a mánuði, en ekkert af metum þeirra var gert ógilt. Búizt er við að
61