Árbók íþróttamanna - 01.12.1947, Síða 125
3X100 m. boðsund karla: 1. Sveit Ægis 3:51,3 mín. 2. A-sveit K.R.
3:57,5 mín. 3. Sveit Í.R. 3:58,3 mín. 4. B-sveit K.R. 4:05,9 mín. — í
sveit Ægis voru: Halldór Bachmann, Hörður Jóhannesson og Ari GuS-
mundsson.
Vorsundmót skólanna
fór fram í Sundhöll Reykjavíkur 2. maí. Mótið hófst á sundsýningum.
Sýndu fyrst börn úr efstu bekkjum Mið- og Austurbæjarskólans undir stjórn
Jóns Pálssonar. Síðan syntu börn úr Austurbæjarskólanum, fyrst 7 ára og
síðan 12 ára bekkur, undir stjórn Jóns Inga Guðmundssonar. Að því loknu
hófst skriðboðsundskeppni kvenna úr framhaldsskólum. Urslit urðu þessi:
1. Gagnfræðaskólinn í Reykjavík 10:42,7 mín. 2. Gagnfræðaskóli Reykvík-
inga 11:06,9 mín. Fleiri tóku ekki þátt í keppninni. Synt var 20x33% m..
fíoðsundskeppni karla (20x33% m.) um skriðsundsbikarinn fór þannig:
1. riðill: 1. B-sveit Iðnskólans 3:33,0 mín. 2. Gagnfræðaskóli Reykvíkinga
3:35,7 mín. (ógilt). 2. riðill: 1. A-sveit Iðnskólans 3:14,6 mín. 2. Gagn-
fræðaskólinn í Reykjavík 3:32,1 mín. 3. Verzlunarskólinn 3:32,3 mín. —
Iðnskólinn vann því bikarinn og það mjög glæsilega. —- Benedikt Jakobs-
son íþróttaráðunautur Reykjavíkur stjórnaði mótinu og afhenti verðlaun.
Ahorfendur voru mjög margir og gerðu góðan róm að sundleikni skóla-
nemenda og það að verðleikum.
Sundkeppni Dana og Islendinga
12. og 14. júní 1946 fór fram hér í Sundhöllinni fyrsta sundkeppni Is-
lendinga við Dani, sem komnir voru hingað í boði Sundráðs Reykjavíkur.
Enda þótt hér væri ekki um raunverulega millilandakeppni að ræða, leit
fólk þó svo á, í þeim sundgreinum, þar sem bæði löndin tefldu frarn sínum
beztu mönnum. Og vafalaust hefði áhuginn varla getað orðið meiri né
aðsóknin að Sundhöllinni, því að þar var a. m. k. hvert sæti skipað, svo
að ei£i sé tekið sterkara til orða.
l'ormaður Sundráðsins, Erlingur Pálsson, setti mótið með ræðu, þar
sem hann bauð hina dönsku sundmenn velkomna, en þeir voru 3 talsins.
Gat Erlingur þess, að þetta væri fyrsta sundkeppnin, sem færi fram milli
þessara tveggja bræðraþjóða (og tók fólkið undir það með miklum fagnað-
arlátum). Síðan var hrópað ferfalt húrra fyrir dönsku sundmönnunum.
John Christensen, fararstjóri Dananna, þakkaði með stuttri ræðu og kvaðst
vona, að þetta yrði upphaf að samstarfi danskra og íslenzkra sttndmanna.
Að því loknu lék lúðrasveit danska og íslenzka þjóðsönginn.