Árbók íþróttamanna - 01.12.1947, Page 156
Glímureglur félagsins voru sniðnar eftir giímuregluni Bessastaðaskóla,
enda var Páll Melsteð sögukennari oft á æfingum félagsins, sem nú hófust
af kappi, og dómari við fyrstu kappglímu þess.
Arið 1889 var fyrsta kappglíma Glímufélagsins Ármanns háð og tóku
flestir félagsmennirnir þátt í henni. Sem vonlegt var þótti glímuhæfni
manna misjöfn, en heildin gaf góðar vonir um glæsilega glímumannasveit.
I þessari fyrstu Ármannsglímu hlaut I. verðl. Helgi Hjálmarsson, guðfræði-
nemi við Bessastaðaskóla, og var hann síðan um mörg ár talinn bezti glímu-
maður félagsins og bezti glímumaður landsins. II. verðl. hlaut séra Einar
Þórðarson. III. verðl. hlaut Friðrik Gíslason ljósmyndari.
Árið 1890 var háð önnur kappglíma Ármanns. I þessari glímu, eins og
hinni fyrstu, sigraði Helgi Hjálmarsson og hlaut I. verðlaun, Friðrik Gísla-
son ljósmyndari II. verðlaun og Freysteinn Jónsson, sjómaður, III. verðl.
Dómarar við þessa glímu voru: Páll Melsteð, Guðlaugur Guðmundsson
og séra Einar Þórðarson.
Árið 1891 fór engin kappglíma fram hjá félaginu, en í þess stað voru
hafðar bændaglímur og sýningargifmur, sem vöktu mikla eftirtekt.
Af glímumönum Ármanns fór yfirleitt mikið orð, en þó sérstaklega af
Helga Hjálmarssyni, sem enginn, er við hann reyndi, fékk sigrað í glímu.
Oft fengu góðir glímumenn, sem voru hér á ferð vor og haust, í ver eða úr
veri, sem kallað var, að koma á æfingar hjá Ármenningum, og þreyttu við
þá glímu, en enginn fór með sigur af hólmi frá þeim Ármenningunum.
Komu þó oft hinir fræknustu glímumenn utan af landi til að reyna glímu-
kunnáttu sína og fræknleik.
Árið 1892 voru háðar bændaglímur og sýningarglínmr, en engin kapp-
glíma fór þá fram. Glímur þessar fóru einkum fram að sumrinu, og gátu
þá allir, sem vildu, verið áhorfendur. Voru þeir alltaf margir, þar sem
þetta var íþróttasýning, sem fram fór, og almenningur hafði alltaf gaman
af að horfa á menn glíma.
Árin 1893—1897 fór glíman fram með sama sniði og árin á undan;
glímdar voru bændaglímur, og sýningarglímur voru haldnar fyrir almenning.
Árið 1897 var haldin þjóðhátíð 2. ágúst í Reykjavík, og voru Ármenn-
ingarnir fengnir til að hafa kappglímu í sambandi við hátíðina. Urslit urðu
þau, að I. verðlaun hlaut Þorgrímur Jónsson, Lauganesi, II. verðlaun Guð-
mundur Guðmundsson, verzlunarmaður frá Eyrarbakka, III. verðlaun Sig-
fús Einarsson, IV. verðlaun Einar Þorgilsson.
Árið 1898 stóð Ármann aftur fyrir kappglímu 2. ágúst, í sambandi við
þjóðhátíðina. Um þá glímu segir Isafold: „Glímt var á umgirtri flöt á
156