Árbók íþróttamanna - 01.12.1947, Síða 233
HNEFALEIKAR
Drög aö sögu hnefaleikanna
Ejtir Guðmund Arason
Hnefaleikar eru ekki gömul íþrótt hér á landi. Eru rúmlega 20 ár liðin
síðan þeir voru fyrst sýndir hér opinberlega. (Sbr. grein J. B. hér á eftir).
Þrátt fyrir það, að íþróttin er ung hérlendis, stendur hún á gömlum merg
í mörgum öðrunt löndum. M. a. hafa fundizt úthöggnar myndir á eyjunni
Krít af hnefaleikamönnum, sem taldar eru vera 3500—4000 ára gamlar.
Þykir líklegt, að þá þegar hafi verið til hnefaleikareglur, sökurn þess hve
útgangsstaðan þá og nú er lík í grundvallaratriðum. A Olympíuleikunum
hjá Forn-Grikkjum voru hnefaleikar einnig háðir; náðu þeir mikilli út-
hreiðslu og var eftirsóknarverður heiður að hljóta lárviðarsveig fyrir keppni
í þeim. Fóru kappleikir í þá daga ekki fram í reglulegum umferðum (lotum),
heldur var kappleikurinn stöðvaður, þegar háðir voru orðnir þreyttir, en
hófst svo aftur eftir nokkra hvíld. Kappleikirnir enduðu því oftast þeim í
vil, er meira þol hafði og gat haldið höndunum lengur uppi. Höfuðatriðið
var að láta ekki hitta sig, þar sem keppendur börðust berhentir, eða vöfðu
hendur sínar með uxahúðarreimum. Var þá venjulega ekki lengi gert út um
kappleikinn, þegar annar keppandinn gat ekki haft hendurnar sér til varnar.
Rómverjar tóku hnefaleika' upp eftir Grikkjum, en hjá þeim náðu þeir
ekki eins mikilli útbreiðslu, mest fyrir þá sök, að Rómverjakeisarar létu
hnefaleikamennina herjast í hringleikahúsum sínum, sér til skemmtunar og
lauk því ekki fyrr en annar keppandinn lá dauður eftir, og þar sem menn áttu
þarna lífið að verja, varð þetta eins mikil glíma og hnefaleikar.
Hnefaleikar, eins og við þekkjum þá, eru fyrst teknir upp í Englandi. Árið
1681 skrifar t. d. enska tímaritið „The London Protestant Mercury" um
hnefaleikakappleik, sem frarn fór á milli slátrara og lögregluþjóns. Og árið
1718 er opnaður fyrsti hnefaleikaskólinn í London af ntanni, er hét James
233