Árbók íþróttamanna - 01.12.1947, Síða 283
EFTIRMÁLI
Arbók sú, er hér kemur fyrir almennings sjónir, hefur verið alllengi í
undirbúningi — svo lengi, að skeyta varð saman árangri tveggja ára, 1945
og 1946, Jiannig að hér er í rauninni um tvœr sjálfstæðar bœkur að rœða,
Arbók 1946 og Arbók 1947. 1 þessu sambandi skal það tekið fram, að það
er venja hér sem erlendis, að telja árbækurnar til þess árs, er þœr koma út,
þótt efni þeirra sé að mestu bundið við næsta ár á undan. Síðasta árbók
bar t. d. nafnið Arbók íþróttamanna 1945, þótt hún fjallaði aðallega um
árangur ársins 1944, og kœmi ekki út fyrr en um jól 1945.
I fyrstu var œtlunin að Arbókin 1946 (um árið 1945) kœmi út sumarið
1946, en vegna anna við útgáfu nauðsynlegra leikreglna og skorts á
mótaskýrslum var ákveðið, að árbœkurnar 1946 og 1947 skyldu koma út
saman í einu lagi, helzt snemma á þessu ári, 1947. Raunin hefur þó orðið
sú, að bókin kemur ekki fyrr en seint á árinu og stafar sá dráttur af svip-
uðum ástœðum og árið áður, einkum þó tafsamri innheimtu mótaskýrslna
og annars efnis, auk þess sem síðustu mótum ársins 1946 (Handknattleiks-
móti Reykjavíkur og Walters-keppninni) lauk ekki fyrr en vorið 1947. Við
þetta bœttist svo hinn alkunni pappírsskortur, sem hafði nœstum stöðvað
útgájuna um ófyrirsjáanlegan tíma, þótt nú sé hinsvegar að rœtast úr því
vandamáli.
En játt er svo með öllu illt, að ekki boði nokkuð gott. Síðasta árbók
jjallaði, eins og kunnugt er, eingöngu um 3 íþróttagreinar: frjálsar íþróttir,
knattspyrnu og sund — en nú hefur hins vegar verið ráðizt í það að taka upp
í bókina 5 — fimm — nýjar íþróttagreinar, eða glímu, golf, handknatt-
leik, hnefaleika og skíðaíþróttina, svo að bókin nái til allra íþróttagreina,
sem keppt er í hér á landti. Að vísu stóð til að fjölga aðeins um eina til
tvœr greinar árlega, en með þessu móti verður bókin nú mun fróðlegri og
eigulegri en annars hefði orðið — og hafa menn þá ekki til einskis beðið
ejtir henni. Kann þó að vera, að þessi efnisaukning hafi valdið miklu um, hve
útkoman hefur dregizt á langinn, því að það er tímafrekt verk að ná saman og
283